en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8890

Title: 
  • is "Ég skildi ekki orð,ekki eitt einasta orð" : reynsla einstaklinga með sértæka námserfiðleika í stærðfræði.
Submitted: 
  • June 2011
Abstract: 
  • is

    Ritgerðin fjallar um rannsókn á reynslu einstaklinga með sértæka námsörðugleika í stærðfræði, af námi í stærðfræði og áhrifum erfiðleikanna á daglegt líf þeirra. Rannsóknin var gerð í byrjun árs 2010 og voru notaðar eigindlegar rannsóknaraðferðir. Fyrir valinu varð lífssögusnið, en þar er gagna aflað með því að viðmælendur segja sögu sína. Í grunnskólum er stærðfræði á stundaskrá svo til daglega að viðbættu heimanámi. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvaða áhrif það hefur á nemendur með sértæka námserfiðleika í stærðfræði að mæta stærðfræðinni daglega. Einnig var ætlunin að skoða birtingarmynd erfiðleikanna, hvenær þeirra varð vart og hvort þeir hafi haft áhrif á daglegt líf. Þátttakendur í rannsókninni voru fimm einstaklingar á aldrinum sautján til fimmtíu og níu ára. Einn viðmælandinn hafði gengist undir taugasálfræðilega rannsókn og verið greindur með talnablindu (e. dyscalculia). Þar sem ekki var mögulegt að finna fleiri þátttakendur sem höfðu viðurkennda greiningu á sértækum námserfiðleikum í stærðfræði, var leitað að einstaklingum sem voru í eða höfðu framhaldsnám að baki og sögu um góðan árangur í námi að öðru leyti en í stærðfræði. Í rannsókninni kom fram að birtingarmynd erfiðleikanna var mismunandi. Tveir viðmælenda áttu til dæmis í erfiðleikum með að muna tölur, en rúmfræðin var þeim auðveld. Aðrir tveir lýstu erfiðleikum með rúmfræði en margföldunartaflan var ekki til vandræða. Áhrif á líðan þeirra voru svipuð. Þau birtust í óöryggi, hræðslu, kvíða og höfuðverk. Erfiðleikarnir komu ekki í ljós á sama tíma. Þeirra varð vart fljótlega eftir að skólaganga hófst hjá þeim sem áttu í erfiðleikum með tölur. Hjá hinum viðmælendunum komu erfiðleikarnir í ljós á síðustu árum grunnskóla eða á fyrsta ári í framhaldsnámi. Áhrif á daglegt líf voru mismunandi, en ljóst að þær neikvæðu tilfinningar sem stærðfræðinámið vakti, fylgdu þeim út í lífið.

Accepted: 
  • May 31, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8890


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ritgerdin__17_mai.pdf568.42 kBOpenHeildartextiPDFView/Open