Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8895
Svarfaðardalur er meðal snjóþyngstu byggðarlaga landsins enda eru snjóflóð þar nokkuð tíð og hafa orðið a.m.k. 12 manns að bana. Snjóflóðaaðstæður voru kannaðar við 65 íbúðarhús á svæðinu og þau flokkuð í þrjá flokka með tilliti til snjóflóðahættu. Sjö þeirra eru talin í snjóflóðahættu í venjulegri snjóflóðahrinu, 13 við aftakaaðstæður, 15 af völdum krapaflóða en 31 íbúðarhús eru talin vera þar sem snjóflóðahætta er viðunandi. Snjóflóðahætta skapast helst samfara norðlægum áttum með mikilli snjókomu og skafrenningi en við asahláku geta krapaflóð ógnað byggð. Á einstökum bæjum stýrist snjóflóðahættan jafnt af vindátt sem úrkomumagni. Snjóflóð hafa þrisvar grandað bæjum en í ellefu önnur skipti fallið á byggingar. Ellefu manns hafa borist með snjóflóðum sem þeir settu sjálfir af stað og komist lífs af. Þá ógna snjóflóð vegfarendum um Ólafsfjarðarveg en hafa ekki valdið manntjóni. Áður en þessi rannsókn hófst voru um 50 snjóflóð í Svarfaðardal og nágrenni skráð í gagnasafn Veðurstofunnar en eru nú yfir 500.
Viðamiklar úrkomumælingar voru gerðar í Svarfaðardal og nágrenni sumarið 2006. Þær sýna að úrkoma á svæðinu er afar breytileg og stjórnast mest af vindátt. Í norðlægum vindi mældist úrkoma mest norðantil og dofnaði skarpt inn ströndina, þannig mældist mesta úrkoma í Ólafsfjarðarmúla 16-föld sú úrkoma sem mældist 9 km innar. Í SV-átt var mest rigning í fjöllunum syðst sem og vestan dalsins, en nánast þurrt í austurfjöllum og norðantil. Mjög hátt hlutfall heildarúrkomunnar í Ólafsfjarðarmúla féll í ákafri úrkomu. Úrkoma virðist þrefalt til fjórfalt algengari til fjalla en á þurrustu svæðunum. Greining úrkomu á sjálfvirku veðurstöðinni í Ólafsfirði í aðdraganda snjóflóða á og við Ólafsfjarðarveg í Sauðanesi bendir til þess að flóðin stækki eftir því sem uppsöfnuð úrkoma eykst fyrir einn og þrjá sólarhringa. Um 75% flóðanna féllu þegar sólarhringsúrkoma mældist 20 mm eða minni. Þegar sólarhringsúrkoma í Ólafsfirði nær 40 mm eru líkur á snjóflóðum í Sauðanesi yfirgnæfandi miklar.
The Svarfaðardalur valley, N-Iceland is known for heavy snow. Avalanches are quite common there and have taken at least 12 lives. The avalanche conditions where investigated at 65 residental houses in the area. The houses were divided into three groups according to avalanche danger. Seven of them are assumed to be in danger in normal avalanche cycles and 13 in extreme conditions. Fifteen houses are belived to be threatened by slushflows but 31 houses should be outside of danger zones. The avalanche danger arises mostly in connection with northerly winds with heavy snowfall and drifting snow, but can arise in sharp thaw periods as well. The wind direction is very critical for the conditions at each house. Avalanches have ruined farms on three occations and damaged houses in eleven other incidents. Eleven people have survieved beeing caught by avalanches triggered by themselves. Avalanches also threaten the road between Dalvík and Ólafsfjörður but haven't caused fatilities there so far. About 50 avalanches in Svarfaðardalur valley were recorded in the database of the Icelandic Meteorological Office before this research was started, but now they are more than 500.
In the summer of 2006, a major precipitation measurement campaign was carried out in the region of Svarfaðardalur valley. A large observed precipitation gradient (factor sixteen over a distance of 9 km) indicates that the orographic enhancement of precipitation is very sensitive to the shape of the mountains and the exact aspect of the slopes. In northerly winds, the accumulated precipitation was greatest in the northernmost mountains. In southwesterly winds, it was greatest in the southernmost mountains and west of the valley bottom while the mountains in the north and east were almost dry. High precipitation intensities are frequent in the northernmost part of the area. The proportion of the number of wet hours to the number of dry hours was 3-4 times higher in the mountains than in the valley bottom. Accumulated precipitation at the automatic weather station in Ólafsfjörður has been analyzied one, three and five days before avalanches at the road to Ólafsfjörður. The avalanches tends to be larger as the accumulated precipitation for one and three days increases. About 75% of the avalanches occured when the 24 hours accumulated precipitation was lower than 20 mm. Avalanches will most likely occur close to the road if the 24 hours accumulated precipitation exceeds 40 mm.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ms_sveinnbr20110531.pdf | 41,6 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |