is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8898

Titill: 
 • Tengsl samfélagslegrar frammistöðu og starfsánægju.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessu rannsóknarverkefni voru tengslin milli samfélagslegrar frammistöðu og starfsánægju á Íslandi rannsökuð. Þessu verkefni var einnig ætlað að skoða hvort að stærð fyrirtækja, aldur þeirra eða atvinnugrein hefði teljandi áhrif á samfélagslega frammistöðu fyrirtækja og starfsánægju.
  Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að nánast engin tengsl séu á milli samfélagslegrar frammistöðu og starfsánægju íslenskra fyrirtækja.
  Aðrar niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að hvorki stærð fyrirtækja, aldur þeirra né atvinnugrein hafi teljandi áhrif á samfélagslega frammistöðu þeirra. Af þessum þáttum hafði aðeins stærð fyrirtækja áhrif á marktæk áhrif á starfsánægju, en rannsóknin gefur sterklega til kynna að neikvætt samband ríki milli stærðar fyrirtækja og starfsánægju.
  Langflest fyrirtækin skoruðu hátt á CSP skalanum og virðast þau því vera að sinna málum er varða samfélagsábyrgð í töluverðum mæli.
  Lykilorð: Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja, samfélagsleg frammistaða fyrirtækja, starfsánægja, hagsmunaaðilar, starfsmenn, íslensk fyrirtæki.

 • Útdráttur er á ensku

  This research project investigates the link between corporate social performance and job satisfaction in Iceland.
  It also examines whether company size, age or sector can be seen as determining factors in affecting how well companies measure up on the CSP scale, and which of them seem to contribute to higher job satisfaction.
  The findings of this study indicate that CSP and job satisfaction in Iceland has almost no correlation, showing next to no linear relationship. These findings were statistically insignificant.
  Other results of this study indicate that company size, age or sector do not seem to have determinative effect on corporate social performance. Of these factors, only company size seems to have an effect on job satisfaction and this study establishes a negative link between firm size and job satisfaction.
  Most of the companies scored relatively high on the CSP scale which indicates that they can be considered as socially responsible.
  Key words: Corporate Social Responsibility, Corporate Social Performance, CSR, CSP, job satisfaction, stakeholders, employees, Icelandic companies.

Samþykkt: 
 • 1.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8898


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tengsl samfélagslegrar frammistöðu og starfsánægju.pdf879.71 kBOpinnPDFSkoða/Opna