is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/890

Titill: 
 • Lykilþættir árangurs í alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja : samanburðarrannsókn á útrás íslenskra fyrirtækja til Bretlands og Danmerkur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Alþjóðaviðskipti eru hverri þjóð mikilvæg í ljósi þess að þau stuðla að aukinni hagkvæmni með sérhæfingu, alþjóðleg samkeppni er aflvaki nýrra hugmynda og hvetur til samkeppni, margvíslegir kostir bjóðast neytendum sem gerir það að verkum að lífsgæði þjóða aukast.
  Íslendingar eiga sér ekki langa sögu sem verslunarþjóð en nú hin síðari ár hefur vaxandi gengi íslenskra fyrirtækja í alþjóðavæðingu verið mjög í brennidepli. Danmörk og Bretland hafa í gegnum tíðina verið mikilvæg útflutningslönd íslenskra fyrirtækja. Verðmæti útflutnings vöru og þjónustu til þessara tveggja landa hefur þó ekki náð að vaxa í takt við aukna landsframleiðslu Íslendinga heldur hefur staðið í stað undanfarin ár. Sú jákvæða þróun sem átt hefur sér stað í beinni fjármunaeign Íslendinga og íslenskra fyrirtækja erlendis er fagnaðarefni en þar bera Danmörk og Bretland höfuð og herðar yfir önnur lönd.
  Rannsókn á lykilþáttum árangurs í alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja í Danmörku og Bretlandi gaf áhugaverðar niðurstöður og ekki reyndist vera munur á þeirri aðferðafræði sem fyrirtæki beita á þessum tveimur mörkuðum. Mikill og skilvirkur undirbúningur er höfuðforsenda þess að ná árangri í alþjóðavæðingu, vara og þjónusta sem boðin er þarf að skila einstöku virði til viðskiptavina og kunnátta og hæfni stjórnenda og starfsmanna er lykill að góðum árangri. Fleiri þættir skipta máli svo sem val á samstarfsaðilum, vöruþróun, aðgengi að fjármagni og skýr stefna.
  Þessir lykilþættir árangurs sem íslensk fyrirtæki í útrás búa yfir bera vott um fagmennsku og veita samkeppnisforskot. Slík fagmennska skýrir þann góða árangur sem náðst hefur á undanförnum árum í alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2006
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/890


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lykilthaettir.pdf1.07 MBTakmarkaðurLykilþættir árangurs í alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja - heildPDF
lykilthaettir_e.pdf151.71 kBOpinnLykilþættir árangurs í alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
lykilthaettir_h.pdf165.94 kBOpinnLykilþættir árangurs í alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja - heimildaskráPDFSkoða/Opna
lykilthaettir_u.pdf88.59 kBOpinnLykilþættir árangurs í alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja - útdrátturPDFSkoða/Opna