en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8905

Title: 
 • Title is in Icelandic Útbreiðsla Alaskalúpínu í Öræfum í Austur Skaftafellssýslu
 • The Spread of Nootka Lupin in the Öræfi district of Austur Skaftafellssýslu, Iceland
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Síðasta áratug hefur umræða um þau áhrif sem framandi plöntur geta haft á vistkerfi notið síaukinnar athygli. Sökum þess að framandi plöntutegundir hafa annan vistfræðilegan uppruna en þær sem fyrir eru, eiga þær til að skera sig úr hvað varðar vöxt og dreifingar-mynstur. Þær geta því gjörbreytt því vistkerfi sem fyrir er og ógnað lífræðilegum fjölbreytileika.
  Gott dæmi um þetta er gróðursetning og dreifing lúpínu í Öræfasveit frá árinu 1954.
  Markmið þessarar skýrslu er að:
  1. Kortleggja hvar lúpína hefur verið gróðursett í Öræfunum. 2. Kortleggja hvar hún hefur náð að mynda breiður. 3. Að reyna eftir fremsta megni að mæla hve stórt svæði allar lúpínubreiðurnar í Öræfunum ná orðið yfir. 4. Athuga hvenær lúpínu var plantað 5. Athuga hversu miklu var plantað. 6. Að athuga hvort svæðið hafi verið skipulagt gróðurræktarsvæði. 7. Ef svo er, athuga hvað hafi verið gert til að halda lúpínunni innan þess svæðis. 8. Að merkja þau svæði þar sem lúpínan hefur dreift sér utan ræktarsvæðanna og reynt að ákvarða orsök þess að hún gerði það. 9. Að reyna að lýsa í mjög grófum dráttum hvaða áhrif lúpínan hefur haft á þau vistkerfi sem hún hefur náð að mynda breiður í. 10. Að kanna hvaða aðferðir hafa verið notaðar til að reyna eyða lúpínunni og hverjar þeirra hafa reynst best.
  Dvalist var tvo mánuði samtals á svæðinu við vinnslu þessarar skýrslu. Það er maí- og október mánuð árið 2010.
  Útbreiðsla lúpínu í Öræfum var kortlögð með hjálp loftmynda, vettvangsvinnu og upplýsinga frá heimamönnum. Reynt var eftir megni að staðsetja einstaka svæði þar sem lúpína hafði dreifst utan lúpínubreiða til að áætla hvort vænta mætti hraðrar útbreiðslu.
  Stuðst var við frásagnir heimamanna, eldri skýrslur og vettvangsrannsókn til að afla upplýsinga um framgang lúpínunnar á rannsóknarsvæðunum − hvernig gengið hafi að stemma stigum við henni eða eyða og hvaða aðferðir hafa hentað best til þess.
  Komist var að því að lúpína fyrirfinnst á ellefu mismunandi svæðum í Öræfum og að þessi svæði þekja meira en 691 hektara lands. Hin stærstu af þessum svæðum eru landgræðslusvæði í umsjá Landgræðslufélags bænda í Öræfum og Landgræðslu ríkisins. Þessi svæði eru um 93% flatarmáls hinna ellefu svæða.

 • Abstract is in Icelandic

  For the last decade, the influence that exotic plants can have on an ecosystem has received increasing attention by the research community. Due to the fact that exotic plants have a different ecological background than existing species they tend to stand out when it comes to growth and distribution patterns. This can lead to changes in the adopted ecosystem which threatens its biodiversity. A prime example of this phenomenon is the plantation and uncontrollable spread of Lupin in the Öræfi district of Iceland since 1954.
  This paper aims to:
  1. Map the plantation of Lupin in Öræfi, and where it has spread to.
  2. Attempt to measure how large of an area Lupin has spread in Öræfi.
  3. Investigate when and how much Lupin was originally planted, and whether the planting areas were officially designated.
  4. Research what methods have been used to confine Lupin within the designated planting areas, mapping the areas where these methods have failed to prevent spreading and explaining why.
  5. Attempt to describe roughly what effect Lupin has had on the ecological systems it has managed to flourish in.
  6. Research the methods used to eliminate Lupin and highlight which methods seem to be the most successful.
  The fieldwork undertaken made all effort to locate patches where the Lupin had settled outside of the intended areas. Information on the advancement of Lupin and any hindrance of growth or elimination altogether was gathered by reports from local people, previous publications and by field research. The largest part of this research took place in Öræfi in May and October of 2010.
  It was found that Lupin exists in 11 areas in total around Öræfi and its patches cover more than 691 ha, the largest of which are areas planned by the Landgræðslufélag bænda in Öræfi and Landgræðsla Ríkisins. These areas cover around 93% of the total area.

Accepted: 
 • Jun 1, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8905


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ivar_Bs_2011.pdf2.84 MBOpenHeildartextiPDFView/Open