is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8911

Titill: 
 • Ólögbundin verkefni sveitarfélaga
Útgáfa: 
 • Desember 2007
Útdráttur: 
 • Greinin fjallar um heimild sveitarfélaga til að sinna ólögbundnum sameiginlegum velferðarmálum íbúa sinna, sbr. 2. og 3. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998. Tilgangur greinarinnar er ekki sá að gefa einhlít svör um svigrúm sveitarfélaga að þessu leyti. Tilgangurinn er fremur að benda á aðferð, draga fram ákveðin sjónarmið, sem beitt verður við nánari afmörkun heimildarinnar.
  Í greininni er í fyrstu vikið stuttlega að þeim skilyrðum sem ólögbundin verkefni sveitarfélaga þurfa að fullnægja til að geta fallið innan umræddrar heimildar. Endanlegar niðurstöður í því efni eru þó ekki settar fram. Meginefni greinarinnar felur í sér umfjöllun um þær takmarkanir sem heimildin sætir og leiðir af öðrum lagaákvæðum og grundvallarreglum í stjórnsýslurétti en 7. gr. sveitarstjórnarlaga.
  Af lögmætisreglu stjórnsýsluréttar leiðir að heimild sveitarfélaga til rækslu ólögbundinna verkefna verður ekki beitt til töku ákvarðana sem eru með beinum hætti til þess fallnar að íþyngja borgurunum. Á hinn bóginn leiðir sjálfstætt fjárstjórnarvald sveitarfélaga til þess að það er raunhæft álitaefni í sveitarstjórnarrétti hvaða heimildir sveitarfélög hafa til
  töku ívilnandi ákvarðana og athafna án beinna lagaheimilda. Heimildin sætir mikilvægum takmörkunum vegna jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins. Sveitarfélögunum er skylt að gæta jafnræðis íbúa sinna, til að mynda við framkvæmd ólögbundinnar þjónustustarfsemi. Reglur sveitarstjórnarlaga um forsvaranlega meðferð fjármuna fela einnig í sér takmarkanir á heimildum sveitarfélaga til að taka upp ólögbundin verkefni. Vegna þeirra reglna og annarra atriða eru verulega takmarkaðir möguleikar sveitarfélaga til að leggja fjármuni í verkefni eða rekstur sem í felst fjárhagsleg áhætta.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 3 (2) 2007, 5-37
ISSN: 
 • 16706803
Athugasemdir: 
 • Fræðigrein
Tengd vefslóð: 
 • www.stjornmalogstjornsysla.is
Samþykkt: 
 • 1.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8911


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2007.3.2.1.pdf185.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna