is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8916

Titill: 
  • Fyrning kynferðisbrota gegn börnum
Útgáfa: 
  • Desember 2007
Útdráttur: 
  • Hér á eftir er rakinn aðdragandi þeirra breytinga sem gerðar voru á fyrningarreglum almennra hegningarlaga vegna kynferðisbrota gegn börnum síðasta vor með lögum nr. 61/2007. Ein þeirra fól í sér að alvarleg kynferðisbrot gegn börnum fyrnast nú ekki. Frá refsipólitísku og afbrotafræðilegu sjónarmiði er þessi breyting athyglisverð. Í henni felst frávik frá þeirri stefnumörkun löggjafans til langs tíma að fækka ófyrnanlegum brotum og að eingöngu þau brot sem geta varðað ævilöngu fangelsi skuli vera ófyrnanleg. Ekkert þeirra kynferðisbrota sem breytingin tekur til getur varðað svo þungri refsingu. Breytingin átti sér langan aðdraganda, þótt svo mætti virðast af ferli málsins á Alþingi vorið 2007 að hana hafi borið brátt að. Fjöldi frumvarpa sem að þessu snúa hefur verið lagður fram á Alþingi síðari ár og umræður á þeim vettvangi um eðli kynferðisbrota gegn börnum, rannsóknir
    fagfólks og reynslusögur fórnarlamba kynferðisbrota og lýsingar þeirra á afleiðingum brotanna á lífshlaup sitt, skýra þetta frávik frá meginstefnu löggjafans að verulegu leyti. Ákvörðunin var tekin eftir mikil skoðanaskipti og umræður. Aðdragandinn sýnir að
    breytingin byggist á sérstöku eðli þessara brota og felur í sér áherslu á alvarlegar og langvarandi afleiðingar þeirra fyrir fórnarlömbin, sem taldar eru vega þyngra en almenn rök að baki fyrningarreglum um réttarstöðu brotamanns, erfiðleika við rannsókn brotanna og sönnun. Á hinn bóginn má vera að vegna þessara vandkvæða feli breytingin fyrst og fremst í sér táknræna viðurkenningu löggjafans á alvarleika brotanna, fremur en að hún
    eigi eftir að hafa mikla raunhæfa þýðingu.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 3 (2) 2007, 39-64
ISSN: 
  • 16706803
Athugasemdir: 
  • Fræðigrein
Samþykkt: 
  • 3.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8916


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2007.3.2.2.pdf183.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna