is Íslenska en English

Grein Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8917

Titill: 
 • Skipan lífeyrismála á almennum vinnumarkaði
Höfundur: 
Útgáfa: 
 • Desember 2007
Útdráttur: 
 • Lífeyrissjóðir hins almenna vinnumarkaðar eru sterkir að efnum og taka til alls starfandi fólks. Í þessari grein er leitast við að greina helstu þætti í mótun lífeyriskerfisins og draga fram hvaða ástæður liggja þar að baki.
  Lífeyrisákvæði kjarasamninga 1969 snerust um að tryggja launafólki aðild að lífeyrissjóðum og snerti sú ákvörðun umtalsverðan hluta starfandi fólks á vinnumarkaði eða tvo af hverjum þremur launamönnum innan vébanda ASÍ. Þá þegar störfuðu lífeyrissjóðir
  ýmissa starfsstétta og fyrirtækja en almennt verkafólk og ýmsir aðrir hópar lágu utan garðs í þessu efni.
  Með ákvæðum kjarasamninga hafa aðilar vinnumarkaðar tekið lífeyrismál fólks á almennum vinnumarkaði í eigin hendur. Ríkisvaldið virðist hafa fallist á verkaskiptingu að þessu leyti og óhætt sýnist að fullyrða að viðtekið sé það sjónarmið að lífeyrismál séu kjaramál í eðli sínu og eigi því að réttu lagi að vera samningsefni með öðrum þáttum í almennum kjarasamningum.
  Í greininni eru dregnir fram grundvallarþættir og erlendar fyrirmyndir við mótun lífeyrissjóða hins almenna vinnumarkaðar. Þá er varpað ljósi á sjónarmið hvors samningsaðila um sig sem mótað hafa afstöðu þeirra og samstöðu um uppbyggingu kerfisins.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 3 (2) 2007, 65-102
ISSN: 
 • 16706803
Athugasemdir: 
 • Fræðigrein
Tengd vefslóð: 
 • www.stjornmalogstjornsysla.is
Samþykkt: 
 • 3.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8917


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2007.3.2.3.pdf269.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna