is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8919

Titill: 
 • Ég held bara að þau séu að læra á lífið sjálft : hvernig birtist samfélagið í einingakubbum í leikskóla?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvað gerist í leik barna með einingakubba þegar kennarar dýpka hjá sér þekkingu á hugmyndafræðinni sem liggur að baki þeirra og hver áhrif samfélagslegra þátta á leik og nám barna með einingakubbana eru. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvað gerist í leik barna með einingakubba þegar farið er í vettvangsferðir og umræður um samfélagið fara fram á milli barna og leikskólakennara.
  Rannsóknin er starfendarannsókn sem er byggð á þróunarverkefninu „Þetta er besti dagur lífs míns“: Samfélagið í einingakubbunum sem unnið var í leikskólanum Brákarborg í Reykjavík árin 2007 – 2009. Kennarar Brákarborgar voru meðrannsakendur og gagna var aflað með skriflegum skráningum, ljósmyndum, myndbandsupptökum, hljóðupptökum og dagbókarskráningum. Börnin í Brákarborg voru þátttakendur í rannsókninni.
  Rannsóknin beinist að því að skoða hvaða áhrif það hefur á leikskólastarf að kennarar þrói kennsluhætti sína með því að tengja leik og nám barna við samfélagið. Í rannsókninni var annars vegar skoðað hvernig samfélagið, sem börnin lifa í, birtist í leik þeirra með einingakubbana. Hins vegar var skoðað hvernig kennurunum tókst að efla sig í hugmyndafræðinni sem liggur að baki einingakubbunum og tengist námi barna um samfélagið.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að einingakubbarnir og hugmyndafræðin á bak við þá bjóða upp á mikla möguleika á að samþætta námsgreinar barnanna, svo sem stærðfræði, vísindi, byrjendalæsi og nám um samfélagið, þar sem reynsla þeirra og áhugi ræður för. Kennararnir töldu að kennsluhættir þeirra og val á námsumhverfi og viðfangsefni fyrir börnin hefðu haft bein áhrif á að efla verulega nám og leik barnanna í tengslum við samfélagið.

Samþykkt: 
 • 3.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8919


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elva Önundardóttir ritgerð.pdf3.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna