is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8921

Titill: 
 • Skattastefna Íslendinga
Útgáfa: 
 • Desember 2007
Útdráttur: 
 • Hér er fjallað um skattastefnu Íslendinga með hliðsjón af þróun skattastefnu annarra vestrænna ríkja á síðustu áratugum. Gerð er grein fyrir þremur ólíkum leiðum í skattheimtu: heildstæðum skattkerfum (Comprehensive Income Taxation-CIT), tvíþættum
  skattkerfum (Dual Income Taxation-DIT) og kerfum með flatan skatt (Flat Income Taxation- FIT).
  Þróun heildarskattheimtu á Íslandi er skoðuð í samanburði við OECD-ríkin og einnig skattbyrði af ólíkum tegundum skatta (svo sem tekjusköttum einstaklinga og fyrirtækja, neyslusköttum, eignasköttum og fjármagnstekjusköttum). Þá er breytt tekjuskattbyrði ólíkra tekjuhópa sýnd og skýrð sem og ýmis einkenni íslenska skattkerfisins.
  Allir alþjóðlegir mælikvarðar á heildarskattbyrði sýna að skattbyrði hefur aukist mikið á Íslandi síðan 1995 og raunar á Ísland heimsmet í aukningu skattbyrðarinnar á tímabilinu frá 1995 til 2005. Þessi aukning heildarskattheimtu er nær eingöngu vegna
  aukinnar tekjuskattheimtu af einstaklingum og fjölskyldum, sem lagðist með mestum þunga á fólk úr lægri tekjuhópunum, lífeyrisþega og ungar barnafjölskyldur. Skattbyrði þess tíunda
  hluta þjóðarinnar sem hafði hæstar tekjur lækkaði hins vegar mikið, mest hjá þeim allra tekjuhæstu. Skattbyrði lágtekjufólks og meðaltekjufólks jókst vegna rýrnunar skattleysismarkanna og þrátt fyrir að álagningarhlutfall skatta hafi lækkað. OECD hefur
  staðfest þessa þróun með afdráttarlausum hætti í nýlegri skýrslu sinni um efnahagsmál á Íslandi árið 2005 (Economic Survey: Iceland).
  Ísland hefur mörg sérkenni í skattastefnu sinni og víkur með afgerandi hætti frá helstu skattkerfum vestrænna þjóða. Raunar virðist Ísland nú nálgast það að mega teljast skattaparadís fyrir fjárfesta og eigendur fyrirtækja um leið og skattbyrði þorra almennings er mikil, meðal annars vegna ofangreindrar aukningar á skattbyrði.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 3 (2) 2007, 155-190
ISSN: 
 • 16706803
Athugasemdir: 
 • Fræðigrein
Samþykkt: 
 • 3.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8921


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2007.3.2.6.pdf817.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna