is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8931

Titill: 
 • Hvað býður Evrópa? Um varnarþarfir Íslands og öryggis- og varnarmálastefnu Evrópusambandsins
Útgáfa: 
 • Desember 2006
Útdráttur: 
 • Þann 30. september 2006 urðu mikil tímamót í sögu íslenzka lýðveldisins. Á þessum milda haustdegi yfirgáfu síðustu bandarísku hermennirnir landið eftir látlausa athöfn á Keflavíkurflugvelli, rúmum 65 árum eftir að þeir tóku sér fyrst stöðu hérlendis samkvæmt samningum um að þeir sæju Íslendingum fyrir „hervernd“.
  Þremur dögum áður hafði ríkisstjórnin kynnt fyrir þjóðinni nýtt samkomulag við Bandaríkjastjórn um breytt fyrirkomulag varnarsamstarfs landanna á grundvelli varnarsamningsins frá 1951.
  Forsætisráðherra fullyrti þá að nýja samkomulagið, sem kveður meðal annars á um að Bandaríkjamenn séu eftir sem áður skuldbundnir til varna Íslands en muni framvegis gera það með
  „hreyfanlegum vörnum“ í stað fastrar viðveru herliðs hér á landi, tryggði varnarhagsmuni landsins vel. Á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Riga í lok nóvember vakti Geir H. Haarde
  forsætisráðherra aftur á móti athygli á því að eftir brottför varnarliðsins væri Ísland eina ríkið innan NATO, þar sem ekkert eftirlit væri í lofti eða viðbúnaður á friðartímum. Í ræðunni í Riga vísaði Geir til þess að nýja samkomulagið við Bandaríkin tæki aðeins til varnarviðbúnaðar á hættutímum, en eftir stæði þörfin fyrir eftirlit og viðbúnað á friðartímum. „Loftrými bandalagsins er skilgreint sem ein heild og þess vegna er þetta ekki bara okkar mál,“ agði ráðherrann. Betri viðbúnaðar væri þörf á friðartímum, einkum til að halda uppi fullnægjandi eftirliti í lofthelginni. Því myndu íslenzk stjórnvöld bera málið upp til umræðu í Norður-Atlantshafsráðinu, fastaráði bandalagsins. Ennfremur hefur
  ríkisstjórnin leitað eftir viðræðum við einstaka NATO-bandamenn, sérstaklega Noreg og Danmörku, til að ræða hvernig bandalagið og viðkomandi grannþjóðir geta orðið Íslendingum að liði við að bæta
  úr þessu og tryggja öryggi landsins til framtíðar.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 2 (2) 2006
ISSN: 
 • 16706803
Athugasemdir: 
 • Almenn grein
Samþykkt: 
 • 3.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8931


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
b.2006.2.2.2.pdf248.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna