Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8933
Rannsóknir á notagildi foreldrafræðslu hafa gefið vísbendingu um að konur sem sækja skipulagða fræðslu á meðgöngu, nýti sér frekar úrræði eins og mænurótardeyfingu í fæðingu. Hér á landi hefur þetta lítillega verið skoðað en tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að skoða hvað hefur áhrif á ákvarðanatöku um notkun mænurótardeyfingar í fæðingu og hvaða hlutverki skipulögð foreldrafræðsla á meðgöngu gegnir þar.
Notkun mænurótardeyfinga á Landspítalanum hefur aukist á milli ára samkvæmt upplýsingum frá fæðingarskráningu. Í Svíþjóð sækja yfir 90% frumbyrja sér fræðslu á skipulögðum foreldrafræðslunámskeiðum. Óvíst er hver sú tala er hér á landi en hún er mun lægri. Á höfuðborgarsvæðinu sóttu rúmlega 500 pör foreldrafræðslunámskeið hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á árunum 2009-2010 og var hlutfall frumbyrja á námskeiðinu 87%. Ef taka má mið af þeim 1480 frumbyrjum sem fæddu á Landspítala árið 2008 er hægt að segja að minni hluti þeirra sæki foreldrafræðslu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Rannsóknir sýna að notkun mænurótardeyfinga er algengari meðal þeirra kvenna sem sækja foreldrafræðslunámskeið en þeirra sem ekki sækja slík námskeið. Jafnframt sýna rannsóknir ef kona ákveður á meðgöngu að hún ætli að fæða á náttúrulegan máta eykur það líkur á náttúrulegri fæðingu. Ef kona er ekki búin að gera upp hug sinn á meðgöngu, hvað varðar vekjalyfjanotkun í fæðingu, eru um 65% líkur á að hún þiggi mænurótardeyfingu í fæðingu.
Höfundur tók viðtöl við þrjár frumbyrjur sem höfðu þegið mænurótardeyfingu í fæðingu og verið þátttakendur á foreldrafræðslunámskeiði á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í umræðukafla verkefnisins tengir höfundur viðtölin við fræðilegt efni. Í viðtölunum við konurnar virtust þær allar hafa verið „opnar” fyrir því að fá mænurótardeyfingu í fæðingu sem virðist auka líkur á að þiggja mænurótardeyfingu í fæðingu. Niðurstöður verkefnisins munu nýtast ljósmæðrum við áframhaldandi þróun fræðsluefnis og við undirbúning fæðingar.
Lykilorð: Mænurótardeyfing, verkjameðferð, foreldrafræðsla, ákvarðanataka, frumbyrjur, upplýst val.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ENDANLEGT.pdf | 383.03 kB | Lokaður | Heildartexti |