is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8936

Titill: 
  • Álagsmeiðsli í aðfærsluvöðvum mjaðma hjá knattspyrnufólki. Áhættuþættir og meðferð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Knattspyrna er ein vinsælasta íþrótt í heimi. Í knattspyrnu er mikið um návígi, tæklingar, stefnu- og hraðabreytingar, en allt eru þetta þættir sem geta aukið hættu á meiðslum. Álagsmeiðsli í aðfærsluvöðvum mjaðma er algengt vandamál hjá knattspyrnufólki. Margar ástæður geta verið fyrir þessum meiðslum og oft eru orsakirnar fleiri en ein. Algengast er að langi aðfærsluvöðvinn verði fyrir meiðslum. Mikilvægt er að þekkja vel til áhættuþátta meiðsla til að geta brugðist við þeim áhættuþáttum sem eru breytanlegir og þannig stuðlað að forvörnum. Áhættuþáttum er hægt að skipta í innri og ytri áhættuþætti þar sem innri þættirnir snúa að einstaklingnum sjálfum en þeir ytri að umhverfinu. Meðferð við álagsmeiðslum í aðfærsluvöðvum mjaðma getur tekið langan tíma. Rétt greining meiðsla og greining á orsakaþáttum meiðsla er mikilvæg í upphafi meðferðar til að meðferðin verði eins hnitmiðuð og kostur er.
    Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um þá innri og ytri áhættuþætti sem geta haft áhrif á álagsmeiðsli í aðfærsluvöðvum mjaðma hjá knattspyrnufólki og einnig að kynna þau meðferðarform sem henta gagnvart þessum meiðslum. Lítillega er komið inná aðrar orsakir þessara meiðsla og forvarnir.

Samþykkt: 
  • 6.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8936


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Álagsmeiðsli í aðfærsluvöðvum mjaðma.pdf7.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna