is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8937

Titill: 
 • Munnheilsa aldraðra. Fræðileg úttekt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefnið fjallar um munnheilsu aldraðra og hversu brýnt er að heilbrigðisstarfsmenn geri sér grein fyrir mikilvægi þess að halda henni í lagi. Leitast er að því fá svar við tveim spurningum. Hvað felur munnheilsa í sér? Og hvernig líta hjúkrunarfræðingar á þessa hlið heilbrigðis og vellíðunar hjá þessum aldurshópi?
  Verkefnið skiptist í inngang, heimildagreiningu og fjóra meginkafla. Í fyrsta kaflanum er fjallað um uppbyggingu munnhols, lífeðlisfræðilegar breytingar sem verða á því með hækkandi aldri og afleiðingar slæmrar munnheilsu á fólk. Í öðrum kafla er síðan rætt um forvarnir, hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir slæma munnheilsu, greint frá mælitækum sem þróuð hafa verið í því skyni og sagt frá hvaða áhöld er gott að hafa við höndina. Þá er í þriðja kafla greint frá áhættuþáttum fyrir slæmri munnheilsu, hvernig sjúkdómar og lyf hafa þar áhrif og hvernig einkenni koma fram í munnholi við slíkar aðstæður. Að lokum er í fjórða kafla fjallað um viðhorf og þekkingu heilbrigðisstétta til munnheilsu og hvernig megi tryggja að munnhirðu sé framfylgt. Endapunktur við verkefnið er settur með umræðum og lokaorðum.
  Munnheilsa hefur mikil áhrif á lífsgæði einstaklinga og er mikilvægt að auka þekkingu og vekja athygli á henni á meðal heilbrigðisstarfsfólks.
  Lykilorð: munnheilsa, aldraðir, áhættuþættir, forvarnir, munnhreinsun á hjúkrunarheimilum

Samþykkt: 
 • 6.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8937


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Munnheilsa aldraðra.pdf449.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna