Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8938
Barnaleikföng eru margslungnir gripir. Þau hafa án efa verið mikilvægur þáttur í lífi barna hér áður fyrr rétt eins og í dag. Í þessari ritgerð verður fjallað um barnaleikföng sem fundist hafa í fornleifauppgröftum á Íslandi. Leikföngin eiga það öll sameiginlegt að vera frá tímum fyrir tilkomu fjöldaframleiðslunnar. Þau eru 18 talsins, fundin við uppgrefti á fimm mismunandi bæjarstæðum. Uppgröfturinn á Stóru-Borg er stórmerkilegur í þessu sambandi, því þar fundust merkilega mörg leikföng miðað við aðra uppgrefti. Leikföngin voru skoðuð og reynt að koma auga á það hvað þau hafa að segja um samfélagið fyrr á öldum. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að heimagerðu leikföngin frá því fyrir tíma fjöldaframleiðslu þeirra, endurspegli að miklu leyti sýn barna á líf fullorðinna. Þau eru persónulegri og yfirleitt einskonar eftirgerð af áhöldum úr heimi fullorðinna. Fjöldaframleidd leikföng dagsins í dag endurspegla hins vegar einna helst hvernig fullorðnir vilja að æska barna sé en ekkert endilega hvernig hún er í raun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð final.pdf | 1.34 MB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna | |
BA forsíða.pdf | 28.92 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
BA Titilsíða.pdf | 5.75 kB | Opinn | Titilsíða | Skoða/Opna |