is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8940

Titill: 
 • Byggingarefni á Íslandi. Uppruni, flutningar til landsins ásamt kolefnisspori timburs
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er fjallað um uppruna byggingarefna sem notuð eru á Íslandi. Tekið er saman yfirlit yfir þau byggingarefni sem flutt voru til landsins á árunum 2008 til 2010. Heildarmagn innfluttra byggingarefna nam 538.826 tonnum á tímabilinu. Sement, timbur, steypustyrktarjárn og vörur úr gipsefnum voru 68,24% af innflutningi tímabilsins. Stærstur hluti byggingavara kemur frá Norðurlöndunum og Eystrasalts löndunum þremur, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Af heildarinnflutningi á tímabilinu voru 34,45% frá Danmörku en sement er sú vara sem helst er flutt inn frá Danmörku. Innflutningur á timbri nam 108.089 tonnum en 76,18% af því kemur frá Eistlandi, Lettlandi og Finnlandi. Innflutningur á árunum 2008 til 2010 var að meðaltali 72.470 tonn en meðaltal áranna 1999 til 2007 var 110.585 tonn. Innlend framleiðsla sements var 225.360 tonn á árunum 2008 til 2010 og framleiðsla steinullar á sama tímabili var 251.724 m3.
  Samkvæmt helstu niðurstöðum er losun CO2 frá stórflutningaskipum, sem aðallega flytja byggingavörur til landsins, um 42,7 gr CO2/tonn*km samanborið við 18,6 CO2/tonn*km sem GaBi hugbúnaðurinn reiknar fyrir slík skip. Niðurstöður greiningar á losun CO2 frá gámaflutningum er um 32,7 gr CO2/tonn*km sé miðað við 70% nýtni á fjölda gáma um borð samanborið við 23,4 gr CO2/tonn*km sem GaBi hugbúnaðurinn reiknar. Þessi losun er því nokkuð meiri fyrir Ísland heldur en miðað er við í erlendum upplýsingum. Þar ræður siglingaleiðin mestu þar sem hún er oft á tíðum erfið.
  Sjóflutningur vegur þyngst í heildarlosun vegna flutninga á timbri frá verksmiðju til notanda eða 68%. Flutningur frá vöruhúsi til verslana er einnig stór þáttur í heildarlosun vegna flutninga eða 19%. Flutningur frá verslun til notanda er 4% og frá verksmiðju til hafnar 8%.
  Kolefnisspor timburs reiknað yfir allan líftíma þess er 0,055 kg CO2 ígildi sé miðað við brennslu í lok líftímans ef kolefnisupptaka timburs í skógi er dregin frá. Ef miðað er við að timbrið fari í landfyllingu í enda vistferilsins er kolefnissporið jákvætt um 0,161 kg af CO2 ígildum þar sem kolefnisupptaka timburs í skógi vegur upp á móti öllu því CO2 sem verður til á líftímanum.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis analyzes the source of building materials used in Iceland. An overview is created for the building materials that was imported during 2008 to 2010. The total quantity of imported building materials where 538.826 tonns during these years. Cement, timber, steel bars and gypsum material where 68,24% of the total import. The biggest part of the materials comes from the Nordic and Baltic countries. 34,45% of the total import came from Danmark and most part of that where sement. Total of 108.089 tonns of timber where imported and 76,8% of that comes from three countries i.e. Estonia, Latvia and Finland. The average annual import during the years 2008 to 2010 where 72.470 tonns compared to 110.585 during the years 1999 to 2007. The local production of sement during 2008 to 2010 where 225.360 tonns and production of rockwool where 251.724 m3 during the same time.
  The greenhouse gas emissions for bulk ships that transport building materials to Iceland was found to be 42,7 gr CO2/tonn*km compared to 18,6 gr CO2/tonn*km that GaBi gives for simmilar ships. For containerships the emissions where found to be 32,7 gr CO2/tonn*km assuming 70% efficiency of number of containers on board compared to 23,7 gr CO2/tonn*km that GaBi gives for simmilar ships. The emission is therefore higher for Iceland compared to international shipping and the main reason is that the shipping route to Iceland is difficult.
  The biggest part of the greenhouse gas emissions from transport comes from shipping or 68%. Transport from warehouse to stores is 19% of the total emissions from transport. The emissions from transport from the mill to the harbor is 8% and from store to customer is 4%.
  The carbon footprint during the complete life cycle of timber is 0,055 kg of CO2 equivalents if the timber is incinerated at the end of the life cycle and the carbon sequestration during time in forest is taken into account. The carbon footprint is positive of 0,161 kg of CO2 equivalents if the timber is used for landfill at the end of the life cycle because the carbon sequestration in the forest is more than the emissions during the rest of the life cycle.

Samþykkt: 
 • 6.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8940


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-Ritgerð Kenneth Breiðfjörð - Lokaeintak - Prentun.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna