en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/8941

Title: 
  • Title is in Icelandic Hvað finnst Mývetningum um ferðaþjónustu?
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ferðaþjónusta á Íslandi hefur verið í örum vexti síðustu áratugi. Ferðamönnum fjölgar ár hvert og hefur árleg fjölgun erlendra ferðamanna til Íslands verið að jafnaði 5,3% sl. 10 ár. Árið 2010 komu tæplega 495 þúsund ferðamenn til landsins. Langflestir ferðamenn sem koma til landsins koma með það að markmiði að skoða og njóta náttúrunnar.
    Til þess að geta tekið á móti þessum mikla fjölda þarf áfangastaðurinn að vera vel uppbyggður og byggist velgengni hans upp á gæðum þriggja nauðsynlegra frumskilyrða. Þessi frumskilyrði eru:
    • Aðdráttarafl
    • Aðstaða
    • Aðgengi
    Einnig er nauðsynlegt að á áfangastaðnum sé sterkt bandalag hagsmunaaðila í ferðaþjónustu sem tilbúið er að vinna að nauðsynlegri uppbyggingu og markaðssetningu svæðisins.
    Samskipti við heimafólk er stór hluti af upplifun á áfangastað. Viðhorf þess skipta miklu máli og geta haft mikil áhrif á gæði ferðaþjónustu á áfangastaðnum. Til að mæla slík viðhorf eru notuð þolmörk í ferðamennsku en þau mæla hve mörgum gestum hvert svæði getur tekið á móti áður en neikvæðra áhrifa fer að gæta, hvort sem um er að ræða náttúrulegt umhverfi, upplifun ferðamanna eða viðhorf heimafólks.

    Niðurstöður könnunar, sem lögð var fyrir íbúa Mývatnssveitar, um hvert viðhorf þeirra væri til ferðaþjónustu og uppbyggingar hennar, leiddu í ljós að Mývetningar eru jákvæðir gagnvart ferðaþjónustunni og frekari uppbyggingu og virðast á þann hátt ekki vera komnir að þolmörkum, Einnig leiddu niðurstöður í ljós að tengsl eru á milli afstöðu og þess hvort heimafólk hefur beinan efnahagslegan hag af atvinnugreininni. Viðhorf heimafólks sem nýtur efnahagslegs ávinnings eru mun jákvæðari.
    Lykilorð: Viðhorfskönnun, ferðaþjónusta, heimafólk, Mývatnssveit, uppbygging.

Description: 
  • Description is in Icelandic Verkefnið er opið
Accepted: 
  • Jun 6, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8941


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni lokadrög.pdf1.98 MBOpenHeildartextiPDFView/Open