is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8943

Titill: 
 • Hver eru áhrif tekna í samkeppnisrekstri á rekstur góðgerðarfélaga?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Góðgerðarfélög gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Störf þeirra eru að mestu unnin í sjálfboðavinnu af einstaklingum sem fórna stórum hluta frítíma síns launalaust til að aðstoða og styrkja samborgara sína og aðra þá sem í nauð eru, svo sem vegna veikinda, fátæktar, hungursneyðar og náttúruhamfara svo eitthvað sé nefnt.
  Fjáraflanir er stór hluti af starfi góðgerðarfélaga en þau afla fjár á mismunandi hátt svo sem með beinum fjársöfnunum og sölu smávarnings til dæmis sölu merkja, lyklakippa og annarra hliðstæðra vara. Einstaka góðgerðarfélag hefur farið þá leið að afla fjár með sölu verðmeiri varnings svo sem jólatrjáa og flugelda og eru björgunar-sveitir dæmi um slík góðgerðarfélög.
  Þó góðgerðarfélög séu almennt undanþegin skattskilum af fjáröflunum sínum þá er sú undantekning á, að ef um verðmeiri varning er að ræða og salan í samkeppni við fyrirtæki á markaði þá verða þau að skila virðisaukaskatti af þeim fjáröflunum.
  Björgunarsveitir eru veigamikill hlekkur í öryggiskeðju landsins og eru bundnar með lögum að aðstoða lögreglu ef á þarf að halda. Samkvæmt lögum um almannavarnir eiga Almannavarnir ríkisins að sjá til þess að til sé hjálparlið sem grípa má til ef vá ber að og er þeim skylt að annast kostnað við þjálfun og tækjakaup. Með samningi Almannavarna ríkisins við Rauða kross Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa þessi félög tekið að sér hlutverk hjálparliðs almannavarna og þjálfun þess.
  Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar njóta engra beinna styrkja frá stjórnvöldum en byggja upp tækjakost sinn og þjálfun félaga með fjáröflunum í sjálfboðavinnu. Það vekur því athygli að félagasamtök sem bundin eru með lögum um aðstoð við lögreglu skuli ekki njóta undanþágu frá skilum á virðisaukaskatti til ríkisins, svo ekki sé minnst á skyldu ríkisins í gegnum Almannavarnir að halda úti hjálparliði almannavarna og annast kostnað sem því fylgir.
  Rekstur margra björgunarsveita er mjög erfiður og munar því um hverja krónu sem þær þurfa að láta frá sér til ríkisins í formi skatta.
  Lykilorð: Góðgerðarfélög, björgunarsveitir, virðisaukaskattur, fjáröflun, undanþága frá skilum á virðisaukaskatti.

 • Útdráttur er á ensku

  Non-profit organizations play an important role in Icelandic society. Their jobs are mostly done on a volunteer basis by individuals who sacrifice much of their leisure time to assist and support their fellow citizens and those who are in distress, such as illness, poverty, famine and natural disasters to name a few.
  Fundraising is a big part of non-profit organization‘s but they raise money in different ways such as direct cash collections and sale of small wares such as pin’s and key rings and other similar products. Some non-profit organizations have choose to raise capital through the sale of more valuable goods such as fireworks and Christmas trees, rescue teams are examples of such non-profit organizations.
  Thought non-profit organizations are generally exempt from tax of their funding there is an exception when organizations are selling more valuable goods and compete with companies in the market, in these cases they must return the VAT of the fundraising to the tax office.
  Rescue teams are an important link in the security chain of the country and are bound by law to assist the police if needed. Under the law Civil Protection the Civil Protection Department are bounded to ensure that there is a well trained rescue team ready if required for civil protection and is obligated to carry the cost of training and the purchase of equipment. Under contract between the Civil Protection Department and the Red Cross and ICE-SAR the Icelandic Association for Search And Rescue, these companies take on the role of rescue teams and emergency programming.
  Rescue teams under the ICE-SAR don’t get any direct finance support from the government but earn rescue equipment and train their members with fundraising volunteers. It draws an attention that organizations that are bounded by law to help the police should not be exempted from paying the government VAT of the fundraising, not to mention the obligation of the state through the Civil Protection Department to run an emergency team and handle the costs involved.
  Many rescue teams are operated with loss so it makes a different for them if they need to pay VAT of their funding to the state.
  Keywords: Non-profit Organization, Rescue teams, VAT, Fundraising, VAT Exception.

Samþykkt: 
 • 6.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8943


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hver eru áhrif tekna af samkeppnisrekstri á rekstur góðgerðarfélaga.pdf1.08 MBLokaðurHeildartextiPDF
Heimildarskrá.pdf74.21 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf102.23 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna