Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8953
Hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001 ollu straumhvörfum í öryggis- og varnarmálum. Eftir árásirnar hafa ríki heimsins á einn eða annan hátt aðlagað öryggis- og varnarmálastefnu sína til að vera betur í stakk búin til að mæta alþjóðlegri hryðjuverkaógn. Ef litið er til breytinga í öryggismálum eftir lok kalda stríðsins 1991 má segja að Atlantshafsbandalagið hafi staðið frammi fyrir breyttum aðstæðum, m.a. með auknu pólitísku samráði og samstarfi við ríki sem áður voru handan við járntjaldið og síðar með stækkun bandalagsins 1999 þegar Tékkland, Pólland og Ungverjaland fengu aðild. Síðan þá hafa samtals sjö ný ríki bæst í hóp aðildarríkjanna.
Átökin á Balkanskaga og aðgerðir þar urðu síðan til þess að endurmóta starfsemi bandalagsins og finna því nýjan sess og nýtt hlutverk eftir að kalda stríðinu lauk. Eftir hryðjuverkaárásirnar í New York 11. september 2001 var nauðsynlegt fyrir NATO að leggjast aftur undir feld og ræða og móta stefnu bandalagsins í ljósi alþjóðlegra hryðjuverka og orsaka þeirra og afleiðinga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
b.2007.3.1.5.pdf | 122.21 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |