is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8956

Titill: 
  • Heimavinnsla bænda : draumsýn eða raunverulegur möguleiki?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um möguleika sem eru fyrir hendi til að þróa og koma á fót bænda-mörkuðum hér á Íslandi eins og tíðkast víða erlendis. Hugmyndin er fengin frá bresku samtökunum FARMA sem eru regnhlífarsamtök beinsöluaðila í Bretlandi og hafa átt einna stærstan þátt í því að koma slíku á fót þar á undanförnum 30 árum.
    Íslensku samtökin Beint frá býli hafa það að markmiði að auka heimavinnslu og beinsölu bænda. Ætlunin með þessari ritgerð er að skoða hvernig Beint frá býli gæti komið að því að koma á fót slíkum mörkuðum hérlendis. Ritgerðinni er ætlað að sýna fram á þann virðisauka sem bændur fá við að vinna sínar afurðir sjálfir og selja á bændamörkuðum. Skoðaðir verða útreikningar því til stuðnings, sem sýna fram á þann virðisauka sem neytendur munu fá með lægra verði og meiri gæðum. Beint frá býli hefur það markmið að meginstefna hvers framleiðanda sé að bjóða upp á mat úr héraði. Bændamörkuðunum er ætlað að vera vettvangur fyrir bændur og búalið til að markaðssetja sína svæðisbundnu vöru með þeim sérkennum sem henni fylgja.
    Ætlunin er að sýna fram á hvernig best verði staðið að því að starfrækja bændamarkaði víðs vegar um Ísland í samvinnu við Beint frá býli, sem yrði þá um leið hagsmunasamtök þeirra sem að slíkum mörkuðum koma. Beint frá býli gæti orðið samnefnari í samskiptum við hið opinbera og þá aðila sem skipta þurfa við bændur vegna nýrra atvinnuhátta heima á bæjum. Tækifærin eru fyrir hendi og íslenskir bændur þurfa að grípa þau sjálfum sér og sínu héraði til framdráttar.
    Lykilorð: Bændamarkaðir, Beint frá býli, virðisauki, svæðisbundinn matur, bein sala

Athugasemdir: 
  • Með tilkomu bændamarkaða á Íslandi mundi skapast allt annar og betri vettvangur fyrir bændur að koma afurðum sínum á framfæri, hvort sem um væri að ræða afurðir úr kjöti, grænmeti eða hverju því sem bóndanum dytti í hug. Gríðarleg tækifæri felast í heimavinnslu fyrir bændur og um leið tækifæri fyrir íslenska neytendur til að verða sér úti um góðar vörur á góðu verði. Erlendir ferðamenn nytu einnig góðs af og íslensk matvælaframleiðsla myndi auka hróður sinn á erlendum vettvangi. Ferðamannaiðnaðurinn er í vexti þrátt fyrir þau efnahagslegu áföll sem Íslendingar hafa lent í á undanförnum árum. Þessi atvinnugrein gæti notfært sér íslenska bændamarkaði sem áfangastaði í skipulagningu á ferðum erlendra sem og innlendra ferðamanna. Atvinna í héraði nyti góðs af þar sem starfsemi bændamarkaða kallar á þjónustu í kringum þá og halar um leið inn auknar tekjur fyrir ríki og bæ í formi beinna og óbeinna skatta.
Samþykkt: 
  • 6.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8956


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Beint frá býli-heimavinnsla bænda.pdf1.02 MBOpinnPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ekki er heimilt að nota efni úr ritgerð þessari nema með leyfi höfundar.