is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8959

Titill: 
  • Höfuðborg á krossgötum. Vöxtur höfuðborgarsvæðisins frá 1998 til 2010. Samanburður raunþróunar við áætlanir Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2001-2024
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í kjölfar efnahagshruns á Íslandi haustið 2008 hafa komið fram áleitnar spurningar um þróun höfuðborgarsvæðisins. Sá annmarki hefur verið á umræðunni að tölulegar staðreyndir hefur vantað.
    Markmið rannsóknarinnar er að kanna íbúaþróun og magnbreytingar húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu frá 1998 til 2010. Rauntölur eru bornar saman við áætlanir Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 (SSK) og þróun borgarsvæða á Norðurlöndum. Metið er hvort magn húsnæðis í árslok 2010 sé umfram þörf miðað við forsendur svæðisskipulagsins.
    Í árslok 2010 voru íbúar höfuðborgarsvæðisins 202.341, sem er 99 íbúum færri en áætlun svæðisskipulagsins fyrir 2012. Frá 1998 til 2010 fjölgaði íbúum um 33.997, eða 11% meiri en SSK áætlaði. Jákvæður flutningsjöfnuður erlendra ríkisborgara skýrir þessa þróun að mestu.
    Hvað magn varðar, hefur aukning húsnæðis verið að mestu í samræmi við áætlanir SSK. Dreifing nýs húsnæðis, innbyrðis milli sveitarfélaganna, er hins vegar töluvert frá áætlun. Heildarmagn atvinnuhúsnæðis í árslok 2010 var 6.187.072 fm og er í takt við áætlun SSK um jafna aukningu til 2024. Áætluð fjölgun íbúða til 2012 var 17.200, en 2010 hafði þeim fjölgað um 18.010 frá 1998. Þar sem meðalaldur íbúa við árslok 2010 var lægri en spáð var, er metið að fjöldi íbúða umfram þörf hafi þá verið 1.000 til 1.500 íbúðir.
    Magn húsnæðis jókst hraðar en áætlað var í Kópavogi og Hafnarfirði, en hægar í Reykjavík og Garðabæ. T.d. var aukning atvinnuhúsnæðis í Kópavogi 60% meiri og fjölgun íbúða í Reykjavík 18% minni, en áætlað var. Samanburður ofangreindra skipulagsþátta höfuðborgarsvæðisins reyndist sambærilegur meðaltalsvexti samanburðarsvæða á Norðurlöndum.
    Magnaukning tímabilsins 1998 til 2010 var að mestu í samræmi við áætlanir SSK og útskýrir því að litlu leyti núverandi offramboð á fasteignamarkaði.

  • Útdráttur er á ensku

    The economical collapse of Iceland in the autumn of 2008 raised some demanding questions regarding the development of the Reykjavik regional area. The lack of statistical data has, however, been an inhibiting factor on the local debate.
    The aim of this research paper is to investigate the development of the Reykjavik population, and changes in planned volume of building space in the Reykjavik area from 1998 to 2010. Actual growth is compared to the Reykjavik Regional Plan (RRP) 2001-2024, as well as to city regions in Scandinavia. The question asked, is whether the actual building volume at the end of 2010, exceeds the basis of the RRP.
    The population of the Reykjavik Region was 202,341 at the end of 2010, which are 99 inhabitants less than estimated in the RRP for 2012. From 1998 to 2010 the population increase was 33,997 or 11% more than the RRP estimated. Immigration of foreign nationals explains this development for the most part.
    The increase in building volume has mostly been on par with the RRP, but the internal distribution of new building mass, among the seven municipalities, has substantially deviated from the plan. The total volume of commercial buildings was 6,187,072 m2 at the end of 2010, which is in accordance with the RRP plan for steady increase of volume until 2024.
    The estimated increase in numbers of households until 2012 was 17.200, but in 2010 the number had already reached 18.010. As the average age of population is lower than predicted it is estimated that the number of households will have exceeded the need by 1,000 apartments, to 1,500 at the end of 2010.
    Actual building volume, exceeded the plans for the municipalities of Kopavogur and Hafnarfjordur, but was lower than planned in Reykjavik and Gardabaer. The increase in commercial building space in Kopavogur, for instance, was 60% above estimation. The number of households in Reykjavík grew 18% less than previously predicted. The planning parameters of the Reykjavik Region, and urban areas in Scandinavia, proved to be comparable on average.
    The conclusion is that the total increase in building volume for 1998 to 2010 is mostly in line with the RRP plan, and does only partly explain the current surplus of building volume in the Reykjavik Regional market.

Samþykkt: 
  • 6.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8959


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-Höfuðborg á krossgötum-30-maí-2011-endanlegt.pdf1.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna