is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/895

Titill: 
  • Rannsókn á breytingum á líkamlegu atgervi knattspyrnumanna á 10 vikna undirbúningstímabili
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn hafði það markmið að kanna áhrif rúmlega 10 vikna undirbúingstímabils á líkamlegt atgervi leikmanna í 1.deildarliði á Íslandi. Rannsóknin var unnin á tímabilinu 25.janúar 2007 til og með 23.apríl 2007. Þol, hraði og stökkkraftur var mældur tvisvar, einu sinni í byrjun og svo aftur í lok 10 vikna tímabilsins.
    Alls tóku 19 leikmenn þátt í rannsókninni en ekki náðist að láta alla taka öll prófin þannig að 15 leikmenn tóku þolprófið tvisvar, 14 leikmenn tóku hraðaprófið tvisvar og 10 leikmenn tóku stökkkraftsprófið í bæði skiptin. Í byrjun var aldur, hæð og þyngd fundin út. Meðalaldur leikmanna var 22,26 ár +/- 3,89 ár, meðalhæð var 181,84 cm +/- 5,5 cm. Meðalþyngd var 76,78 kg +/- 7,18 kg. Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að leikmenn bættu þol sitt verulega á þeim tíma sem rannsóknin fór fram. Aftur á móti kom út lakari tími hjá þeimí hraðamælingunum í seinna prófinu. Stökkkraftur leikmanna bættist lítillega.
    Í ritgerðinni er að finna fræðilegan kafla þar sem er fjallað almennt um þol og hvernig það tengist knattspyrnu. Einnig er fjallað um styrk og hraða á sama hátt. Framkvæmd prófanna eru gerð góð skil og ítarlegar niðurstöður úr prófunum eru settar fram. Að lokum er að finna umræður og lokaorð.

Samþykkt: 
  • 12.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/895


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_CD.pdf397.19 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna