is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8960

Titill: 
  • Er ávinningur fyrir þjóðarbúið að vinna fiskinn hér heima í stað þess að selja hann óunninn úr landi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í verkefninu er verið að skoða hvort að ávinningur sé fyrir þjóðarbúið að vinna aflann hér heima eða senda hann óunninn úr landi. Farið er stuttlega yfir sögu sjávarútvegsins, tilkomu kvótakerfisins og hinar ýmsu stofnanir sem lúta að sjávarútveginum. Í upphafi var ákveðið að afmarka þetta verkefni með því að skoða bara útflutning á ýsu og þorski. Þar sem fiskvinnslur er margar og ólíkar hér á landi fékk skýrsluhöfundur leyfi hjá tveimur ólíkum fyrirtækjum til þess að bera saman virðisaukninguna sem verður til í framleiðslu á afurðum þeirra. Annað fyrirtækið rekur skip, hefur yfir að ráða kvóta og rekur fiskvinnslu en hitt fyrirtækið kaupir allt sitt hráefni á fiskmörkuðum og rekur fiskvinnslu. Einnig fékk skýrsluhöfundur aðgang að upplýsingum hjá fyrirtæki sem eingöngu kaupir hráefni sitt á mörkuðum og selur í gámum erlendis. Þá var haft samband við útgerðarfyrirtæki sem eingöngu veiðir og selur hráefnið sitt í gámum erlendis en fyrirtækið vildi ekki koma fram undir nafni en gaf skýrsluhöfundi samt sem áður upplýsingar um kostnað við sölu erlendis.
    Áður en vinnsla við gerð þessa verkefnis hófst átti höfundur viðræður við aðila sem eru tengdir sjávarútvegi og út frá því var ákveðið að fara á leit við tvö ólík fiskvinnslufyrirtæki um að fá aðgang að upplýsingum frá þeim til þess að geta séð virðisaukninguna sem verður til í framleiðslu hjá þeim. Virðisaukningin var svo borin saman við þann virðisauka sem fyrirtæki eru að fá fyrir að senda hráefni út í gámum miðað við hráefnisverð á mörkuðum hér á landi. Við rannsókn höfundar voru tekin hálfopin viðtöl, notast við söguleg gögn og unnið úr gögnum.
    Samkvæmt rannsókn höfundar virðast fyrirtæki sem eru að selja óunninn fisk úr landi vera að fá meiri virðisaukningu út úr því samanborið við að selja aflann á markaði hér á landi. Aftur á móti ef þessi afli er unnin hér heima er virðisaukningin meiri og skilar meiri tekjum í þjóðarbúið.
    Lykilorð: virðiskeðja, virðiskerfi, samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis focuses on whether it benefits the economy to work on the catch in factories here in Iceland or sending the fish straight from boats abroad. The history of the fishing industry will be briefly reviewed, the introduction of the quota system and the various agencies governing fisheries. Initially it was decided to define this task by examining only the export of haddock and cod. Where processing plants are numerous and diverse in this country the author of the report got a permission from two different companies to compare the value that comes from the production of their products. One company owns a ship, has a quota and operates a fish factory, the other company buys all its raw materials from fish markets and has its own factory line for fish. Also, access to information was granted from a company that only buys raw materials in their markets and sells overseas in containers. Lastly, a fishing company was contacted which only catches and sells its raw material in containers overseas, this company refused to be identified but gave the author information on cost of sales abroad.
    Before starting this project the author had discussions with parties connected to the fishing industry and then it was decided to ask two different fish processing companies for access to their information to be able to see the value increase which occurs in their production. The increase was then compared to the value companies are getting sending raw materials in containers compared to the price of markets in this country. In this study the author used semi-open interviews, historical data and other data.
    According to the study it seems that companies that sell unprocessed fish from the country are getting more value, compared to selling the catch on a market in Iceland. However, if the catch is being processed in this country it is worth more and we get more income to our economy.
    Keywords: value chain, value system, corporate social responsibility

Athugasemdir: 
  • Höfundur á höfundarrétt af verkefninu og verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 6.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8960


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerðin skil.pdf927,71 kBLokaðurHeildartextiPDF