is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8965

Titill: 
  • Markaðsfræðilegt sjónarhorn á stöðu stjórnmálaflokka fyrir alþingiskosningarnar 2007
Útgáfa: 
  • Júní 2008
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni greinarinnar er mat á staðfærslu stjórnmálaflokka og hvernig ímynd og staðfærsla tengjast faglegu markaðsstarfi, samkeppnishæfni og árangri. Fjallað er um niðurstöður rannsóknar þar sem lagt er mat á staðfærslu stjórnmálaflokka hjá ungu fólki
    og skoðað með hvaða hætti hún endurspeglar árangur í kosningum.
    Í þessu sambandi eiga stjórnmálaflokkar í nokkrum vanda. Stjórnmálaflokkar eru ekki fyrirtæki þar sem hægt er að gefa út tiltekna línu hvað samskipti og skilaboð varðar. Vissulega reyna menn þó að stilla saman strengi sína, sérstaklega í kosningabaráttunni. Þar virðast flestir flokkar leggja áherslu á loforð, þ.e. kjósi menn flokkinn þá muni þetta eða hitt gerast eða breytast eftir kosningar. Fólk virðist þó ekki gera ráð fyrir því að stjórnmálamenn standi við gefin loforð og virðast margir bera meira traust til einstaklinga almennt en stjórnmálamanna. Kjósendur hafa iðulega óljósa mynd af því fyrir hvað tiltekinn stjórnmálaflokkur stendur en ýmislegt bendir til þess að tengsl séu á milli staðfærslu og árangurs í kosningum.
    Þrír stjórnmálaflokkar virðast hafa skýra og afgerandi stöðu hjá ungu fólki, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Framsóknarflokkurinn. Tveir þeirra tengjast jákvæðum eiginleikum en einn neikvæðum gildum. Tveir stjórnmálaflokkar
    virðast hafa óljósa stöðu í huga ungra kjósenda, Samfylkingin og Frjálslyndi flokkurinn.
    Hafa þarf í huga að staðfærsla verður ekki mæld í eitt skipti fyrir öll og mikilvægt að mæla hana reglulega ef niðurstöðurnar eiga að nýtast í faglegu markaðsstarfi flokkanna.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 4 (1) 2008, 5-31
ISSN: 
  • 16706803
Athugasemdir: 
  • Fræðigrein
Samþykkt: 
  • 6.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8965


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2008.4.1.1.pdf1.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna