is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8967

Titill: 
  • Að treysta tölvunni sinni : hvaða þættir vega þyngst í tryggð nemenda til tölvuverslana?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta snýst um að kanna hvaða þættir, svo sem gæði, verð, vörumerki og þjónusta hafa mestu áhrif á viðskiptatryggð við tölvukaup nemenda við Háskólann á Akureyri. Tilgangur verkefnisins er að meta þessa þætti með tilliti til áhrifa á ákvarðanatökur nemenda við kaup á tölvubúnaði og hvort nemendur séu líklegir til að halda tryggð við ákveðnar verslanir eða hvort þeir muni leita til þeirra aðila sem bjóða best hverju sinni.

    Í verkefninu verður fjallað almennt um neytendahegðun, kaupákvörðunarferlinu verður gerð sérstök skil ásamt viðskiptatryggð og einnig verður rýnt í hvernig þátttaka neytenda og áhættuþættir við kaup hafa áhrif á kaupákvörðunarferlið. Jafnframt verður fjallað um verðnæmni og tengsl þjónustu og árangurs og hvaða áhrif þeir þættir geta haft á ákvarðanartökur neytenda. Megindlegar aðferðir voru notaðar við rannsóknina og gerð var hefðbundin markaðskönnun. Settur upp spurningarlisti á vefsíðunni www.createsurvey.com og hann sendur með tölvupósti á alla skráða nemendur við Háskólann á Akureyri. Niðurstöður könnunar leiddu í ljós að viðskiptatryggð nemenda við tölvuverslanir er til staðar þar sem ríflega helmingur svarenda taldi líklegra en ekki að þeir myndu eiga endurtekin viðskipta við þá verslun sem þeir áttu síðast viðskipti við, en jafnframt er hún mismikil eftir verslunum. Þeir þættir sem hafa mestu áhrif á viðskiptatryggð nemenda við tölvukaup er sérstaklega gæði og verð. Einnig virðist vera munur á verðnæmni nemenda eftir aldurshópum en eldri aldurshópar meðal nemenda eru verðnæmari og einnig virðast vera tengsl milli fjölda barna og verðnæmni.
    Þeir áhrifaaðilar sem ráða helst vali nemenda Háskólans á Akureyri við tölvukaup eru fyrst og fremst fjölskylda og vinir. Jafnframt taka nemendur nokkuð tillit til bæði maka þeirra og sérfræðingum í verslunum. Konur virðast einnig leita í mun meira mæli til maka en karlar.

    Lykilorð: Viðskiptafræði, markaðsfræði, neytendahegðun, viðskiptatryggð og vörumerkjatryggð.

Samþykkt: 
  • 6.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8967


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvaða þættir vega þyngst í tryggð nemenda til tölvuverslana.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna