is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8968

Titill: 
 • Könnun á hagkvæmni sameiningar Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta snýst um að kanna hvort fýsilegt sé fyrir Sveitarfélagið Garð að sameinast Sandgerðisbæ. Markmið verkefnisins er að að svara hvaða rekstrarlegu áhrif það hefði að sameina sveitarfélögin og hvaða áhrif sameining hefði á yfirstjórn og rekstur. Ennfremur er leitað svara við hvort sameining hefði áhrif á þjónustu við íbúa.
  Í rannsókninni er bæði eigindlegum og megindlegum aðferðum beitt. Farið er yfir sögu sameininga sveitarfélaga á Íslandi og mismunandi viðhorf fólks til sameininga. Skoðaðir eru tekjustofnar og verkefni sveitarfélaga. Farið er í stuttu máli yfir sögu Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar og farið er yfir stöðu hvors sveitarfélags fyrir sig, hvaða þjónustu þau veita og reksturinn skoðaður. Farið er yfir eigna- og skuldastöðu sveitarfélaganna og stjórnkerfi þeirra lýst. Samanburður gerður á því hvaða möguleikar eru til hagræðingar í rekstri sameinaðs sveitarfélags með það að leiðarljósi að þjónusta minnki ekki við íbúa.
  Ekki er að vænta mikillar rekstrarlegrar hagkvæmni. Þjónusta sveitarfélaganna er mjög svipuð en rekstur Sandgerðisbæjar er í flestum tilfellum mun þyngri en rekstur Sveitarfélagsins Garðs. Fjárhagslegur styrkur sveitarfélagana er ólíkur og skuldir á íbúa í Garði myndu tvöfaldast við sameiningu. Niðurstöður rannsóknarinnar er að ekki virðist vera fýsilegt fyrir Sveitarfélagið Garð að sameinast Sandgerðisbæ. Sameining þessara sveitarfélaga gæti þó gert þau öflugri og auðveldað þeim að taka við auknum verkefnum frá ríkinu og meiri kraftur verði í atvinnumálum á svæðinu.
  Lykilorð: Sameining sveitarfélaga, fjármál, þjónusta, samlegðaráhrif, stjórnsýsla.

Samþykkt: 
 • 6.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8968


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOK2106.pdf861.66 kBOpinnPDFSkoða/Opna