is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8974

Titill: 
 • Gæðavitund og ISO 9001 : dæmi úr tveimur framleiðslufyrirtækjum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að leita svara við rannsóknarspurningunni:
  Hver eru áhrif ISO 9001 á viðhorf og hegðun starfsfólks til aukinnar gæðavitundar?
  Rannsökuð voru tvö lítil framleiðslufyrirtæki með gæðakerfi uppsett samkvæmt ISO 9001 gæðastjórnunarstaðli. Bæði fyrirtækin höfðu frumvottun sem var yngri en 2 ára þannig að meirihluti núverandi starfsfólks hafði unnið hjá fyrirtækinu fyrir innleiðingarferli kerfisins og því líklegt að breytingarnar væru þeim enn í fersku minni. Spurningarlisti með fjölvalsspurningum var lagður fyrir starfsfólk á framleiðslusviði í báðum fyrirtækjunum og tekin viðtöl við tvo stjórnendur, einn í hvoru fyrirtæki.
  Sett var fram líkan um kröfur ISO sem hefðu áhrif á gæðavitund útfrá líkönum sem fjalla um gæðavitund. Svör starfsmanna fyrirtækjanna voru greind með þau líkön til hliðsjónar. Þau vandamál sem starfsfólk fann fyrir varðandi innleiðingu ISO voru einnig greind eftir sama líkani og lagðar fram tillögur um hvernig mætti bæta úr þeim.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að innleiðing á gæðakerfi sett upp eftir ISO 9001 eykur gæðavitund starfsfólks og hefur þar af leiðandi áhrif á viðhorf þeirra og hegðun. Breytt viðhorf starfsfólks mátti helst greina í auknum skilningi á mikilvægi rekjanleika með skráningum sem og auknum áhuga á því að finna leiðir til að fyrirbyggja frávik. Aukin umræða um gæði innan fyrirtækjanna jók heildaryfirsýn starfsfólks sem leiddi til þess að viðleitni þeirra til þess að skila auknum gæðum jókst. Einnig virðist starfsfólkið fara ítarlegar eftir settum reglum og vera öruggara með vinnubrögð sín en áður. Sú hegðun leiddi til nákvæmari vinnubragða, minnkaði líkur á mistökum og jók endurgjöf varðandi það sem betur mætti fara. Þær breytingar sem greindar voru á viðhorfi og hegðun eru til komnar vegna aukinnar gæðavitundar starfsfólks sem rekja má til innleiðingar ISO 9001.
  Lykilorð: ISO 9001, gæðavitund, gæðastjórnun, breytingastjórnun, mannauðsstjórnun.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 6.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8974


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heild.pdf799.53 kBLokaðurHeildartextiPDF
Efnisyfirlit.pdf82.12 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf51.23 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna