en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8975

Title: 
  • is Árangursmat á áfengis- og vímuefnameðferð á Teigi. Forrannsókn
Submitted: 
  • June 2011
Abstract: 
  • is

    Meginmarkmið rannsóknar var að leggja grunninn að árangursmati á sex vikna hugrænni atferlismeðferð (HAM) sem veitt er við áfengis- og vímuefnavanda á Teigi, dagdeild fíknimeðferðar á Landsspítala. Meðferðin er sett saman úr HAM, áhugahvetjandi viðtalstækni og árvekni. Rannsóknir hafa sýnt að þessir þættir eru áhrifaríkir til að meðhöndla fíknivanda. Öllum sjúklingum sem hófu meðferð á rannsóknartímabilinu var boðið að taka þátt. Fjöldi þátttakenda sem hóf meðferð var 42 en 36 luku meðferð. Brottfall úr meðferð var 14,3%. Meðalaldur þátttakenda var 38 ár og kynjahlutfall var nokkuð jafnt. Spurningalistar sem meta árangur meðferðar, líðan, fíkn og viðhorf til neyslu vímuefna og fíknar voru lagðir fyrir í upphafi og við lok meðferðar. Marktækur munur var á skori allra spurningalista við lok meðferðar. Hlutfall þátttakenda sem svaraði meðferð ef miðað var við 20% bætingu á skori á spurningalistum var á bilinu 38-79%. Flestir þátttakendur mátu alla hluta meðferðarinnar sem mjög gagnlega. Hér er um forrannsókn að ræða. Niðurstöður gefa vísbendingar um að meðferðin sé árangursrík en úrtaksstærðin takmarkar alhæfingargildi niðurstaða.

Accepted: 
  • Jun 6, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8975


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ásta Rún - Teigur.pdf720.29 kBOpenHeildartextiPDFView/Open