is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8976

Titill: 
 • Verðmætaaukning innan íslensks sjávarútvegs : hefur verðmætaaukning orðið innan íslensks sjávarútvegs, hvernig hefur verið staðið að henni á undanförnum árum og hefur hún skilað sér til þjóðarbúsins?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Íslenskur sjávarútvegur hefur verið mikið í umfjöllun síðustu ár, enda er hér um að ræða megin undirstöðu atvinnulífs hérlendis. Margar spurningar vakna í varðandi greinina og ein þeirra er rannsóknarspurning verkefnisins: „Hefur verðmætaaukning orðið innan íslensks sjávarútvegs, hvernig hefur verið staðið að henni á undanförnum árum, og hefur hún skilað sér til þjóðarbúsins?“
  Við mat á þessari spurningu var það talið grunn skilyrði að sjávarútvegurinn í heild sinni stæði vel að vígi og væri í rekstrarhæfu ástandi. Aðferðafræðinni sem beitt var við lausn verkefnisins flokkast undir megindlega og greinandi rannsókn og var mikið byggð á megindlegum fyrirliggjandi gögnum frá ýmsum opinberum stofnunum, sem talin eru þau bestu hverju sinni. Gögn þessi náðu allt til ársins 1985 og til og með árinu 2009. Í einhverjum tilvikum þurfti að keyra saman gögn frá mismunandi stofnunum, þar sem misræmi kom fram og/eða þörf var á fjölbreyttari upplýsingum en tiltæk voru. Þar sem rannsóknin var nokkuð yfirgripsmikil og náði til alls sjávarfangs, var ákveðið að skrifa kafla sem væri afmarkaður við tilviksrannsókn á þorski. Rekstar- og efnahagsreikningar greinarinnar voru skoðaðir ítarlega, ásamt öðrum tilheyrandi gögnum sem á endanum gáfu ágætis mynd af greininni í heild sinni.
  Markverðustu niðurstöður rannsóknarinnar verða að teljast að þó svo að kvóti hafi nokkurn veginn staðið í stað, þá hefur verðmætaaukning verið töluverð í greininni. Nýtingarhlutfall hefur farið batnandi á milli ára og tæknivæðing hefur hjálpað til við að auka virði vörunnar mikið. Þessi verðmætaaukning hefur þó ekki náð að skila sér til þjóðarinnar, þar sem skuldastaða sjávarútvegsins í heild sinni er allt að því óbærileg.
  Lykilhugtök: Sjávarútvegur Íslendinga, ársreikningar, viðskiptaumhverfi sjávarútvegs, tilviksrannsókn á þorski, útflutningsverðmæti

 • Útdráttur er á ensku

  The Icelandic fishing industry has been under discussion over the years, because it‘s been the main foundation of the economy in Iceland. Many questions have arisen regarding the industry and one of them is the question probed in this thesis, which is; „Has value been created in the Icelandic fishing industry, how has that been realized and has the value been returned to the national economy?“
  By evaluating this question, it was considered a requirement that the fishing industry as a whole, would be financially capable of surviving. This is a quantitative thesis, where available data was analysed. The data spanned the year from 1985 to the year 2009. In some cases those data had to be combined with other data from different institutions, since there was some discrepancy between them and/or more diverse data was needed. Where the research was quite comprehensive and covered all the fishing industry, it was decided to write chapters that would be defined by case study of cod. Operating and balance sheet of the article were studied in detail, along with other relevant data that ultimately gave a decent picture of the industry as a whole.
  The most significant findings are that, although the fishing quota has almost remained constant, increased value has been created in the industry. The proportion of utilization has been improving over the years and technological improvement has helped to increase the value of the products. This increased value has not flowed to the national economy, since increased debt load at the industry has eaten it up. The industry is close to being insolvent.
  Key words: Fisheries in Iceland, financial statements, business fishing, case study of cod, export value.

Samþykkt: 
 • 7.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8976


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verðmætaaukning innan íslensks sjávarútvegs.pdf1.72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna