en English is Íslenska

Article University of Iceland > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8978

Title: 
 • is Öryggissjálfsmynd Íslands. Umræða um varnarmála- og almannavarnalög á Alþingi vorið 2008
Published: 
 • December 2008
Abstract: 
 • is

  Í greininni er farið yfir setningu varnarmálalaga og laga um almannavarnir og lagabálkarnir tveir, flutningsræður, umræður, nefndarálit og umsagnir skoðuð í leit að vísbendingum um mótun öryggisstefnu fyrir íslenska ríkið, en hún hefur ekki verið formlega sett fram í opinberum gögnum hingað til. Markmið greinarinnar er að leggja grunninn að öryggissjálfsmynd (security identity) Íslands, sem má greina í orðræðu valdhafa um
  málaflokkinn. Á grunni slíkrar sjálfsmyndar er þá hægt að meta hver stefnan er í málaflokknum, þótt hún sé ekki formlega mótuð. Á eftir stuttu sögulegu yfirliti um öryggi Íslands er farið yfir grunnskilgreiningar fræðanna á öryggi. Bent er á að nálgun Íslands að öryggi hafi byggst á hernaðarlegum grunni með rætur í raunsæisstefnu, þrátt fyrir að stefna annarra ríkja Norðurlanda hafi í gegnum kalda stríðið frekar byggst á nýfrjálslyndri
  stofnanahyggju. Segja má að Ísland hafi fyrst farið að hallast að henni á 10. áratug 20. aldar. Eftir greiningu á umræðu um varnarmálalög og lög um almannavarnir verður ekki annað séð en að öryggissjálfsmynd ríkisins byggist enn á sama grunni í utanríkismálum, þótt enga skilgreiningu sé að finna í lögunum sjálfum. Nálgun innan ríkisins, þ.e. í almannavarnalögum, er í mun meira samhengi við þróun í fræðunum, þar sem áhersla er lögð á breiðari skilning á hugtakinu þannig að það feli í sér samfélagslegt og umhverfislegt öryggi. Bæði löggjafinn og framkvæmdarvaldið hafa skilning á því að öryggi Íslands stafi nokkur ógn af náttúruhamförum en í hvorugum lögunum er að merkja að tekið hafi verið tillit til efnahagslegs öryggis eða hagvarna.

Citation: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 4 (2) 2008, 133-157
ISSN: 
 • 16706803
Description: 
 • is Fræðigrein
Accepted: 
 • Jun 7, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8978


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
a.2008.4.2.2.pdf241.61 kBOpenHeildartextiPDFView/Open