is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8983

Titill: 
  • Glansmyndir og kynjafordómar í sjónvarpsauglýsingum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð var aðal áherslan lögð á að kanna hversu vel útlit og innihald auglýsinga vinna saman. Ég vildi komast að því hver skilaboðin, dulin eða opinber, væru til kynjanna í auglýsingum. Sjóvarpsauglýsingar úr nútímanum voru greindar og voru hugtök um arfmyndir, hlutgerfingu og karllaugað útskýrð og notuð við greininguna. Auglýsingar frá Símanum, Ring og Vodafone UK voru greindar. Með því að taka tvo mismunandi markhópa á Íslandi og bera saman við sambærilega erlenda auglýsingu var sýnt fram á hversu lítill munur er á innihaldi auglýsinga þrátt fyrir að notast sé við mismunandi markaðstækni við gerð þeirra. Skýrt kom fram, að þó svo að reynt væri að gera frumlegar, nútímalegar og sjokkerandi auglýsingar, breyttust hlutverk kynjanna lítið sem ekkert miðað við auglýsingar fyrir eldri markhóp sem ekki eiga að stuða fólk. Stuðst er við arfmyndir úr fortíðinni og karlaugað er allsráðandi. Karlmenn voru mun oftar aðalpersónur í auglýsingunum og fleiri í heildina. Þeir voru sýndir sem ábyrgir menn eða glaumgosar, voru einhleypir og í betri stöðu en konan. Konur voru sýndar sem gálur, í húsverkum eða að hugsa um útlit sitt. Í greiningunni var niðurstaðan sú að Síminn beinir auglýsingum sínum markvisst að karlmönnum og karlmenn hafa verið mun sýnilegri í herferðum þeirra síðustu árin. Stuðst er við gamlar arfmyndir og ekki er mikill munur á hlutverkum kynjanna frá því sem við sáum fyrir nokkrum áratugum síðan. Klámvæðing og dónaskapur er sýnilegri í auglýsingum fyrir yngri markhópa, en hlutverk kynjanna haldast að öðru leyti óbreytt.

Samþykkt: 
  • 7.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8983


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1,54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna