is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8986

Titill: 
 • Mongólsk fata- og menningarhefð : þróun fatahefðar og menningar á sléttum og í borgum Mongólíu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritsmíð þessi spannar lauslega sögu Mongólíu, þá þætti er hafa haft áhrif á menningu og fatahefð í landinu, ásamt því að kynna landfræðilega staðhætti. Einnig er farið yfir hefðir í búningagerð og þróun hennar. Stór þáttur ritsmíðarinnar segir frá tilkomu erlendra áhrifa, t.a.m. kommúnisma á menningarheim Mongóla og áhrifum hans á klæðaburð og menningarheim þeirra.
  Í sagnfræðilegri hlið ritsmíðarinnar er farið yfir söguGenghis Kahn og þá arfleifð og það stolt sem fylgir veldi hans. Einnig er sagt frá fyrstu ættflokkum landsins og hvernig þeir lifðu. Einnig hvernig Mongólía fór frá að vera stærsta veldi Asíu yfir í að verða undirlægjur Rússa. Reynt er að greina hvaða áhrif það hafði á menningu og fatahefð í landinu að brjótast úr viðjum Rússa.
  Landfræðilegur kafli ritgerðarinnar útskýrir bæði veðurfar sem og uppbyggingu landsins. Hvar fólkið í landinu býr og hvers vegna, sem og hvernig landið hefur áhrif á menningu og lífsstíl íbúa þess.
  Einnig er farið yfir búningasögu Mongólíu en hún er mjög mikilvæg og lifir sterku lífi enn þann dag í dag. Helstu einkenni þjóðbúnings og hefðbundinna klæða er kynnt og einnig notagildi þeirra.
  Greind eru áhrif veðurfars á fatahefðir í landinu og þeim gert skil. Einnig er skoðaður munur á klæðaburði í borgum, bæjum og á sléttum landsins. Áhrif kommúnisma á menningu og klæðaburð er einnig greind og vegur sá partur þungt í ritgerðinni sem fyrr segir.
  Að lokum, er allir þættir hafa verið teknir fyrir, fer ég yfir niðurstöðu rannsóknarinnar og dreg mínar persónulegu ályktanir ásamt því að tengja rannsóknina við mín eigin verk og greina þau.

Samþykkt: 
 • 7.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8986


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf573.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna