is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8997

Titill: 
  • Leikur samfélag list
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í öllum samfélögum myndast svokallað félagslegt taumhald. Þetta taumhald er einhverskonar ósýnilegt afl sem beinir okkur eftir viðurkenndum brautum þjóðfélagsins. Listin er helsta aflið sem berst á móti þessu og stuðlar að einhverskonar þróun eða allavega breytingu. Hún reynir að sýna okkur nýjar leiðir til þess að skoða og hugsa um umhverfi okkar og rétt eins og tæknilegar framfarir hafa áhrif á þróun samfélagsins, hafa listaverk og listastefnur haft áhrif á þróun mannsandans. Listamenn og annað skapandi fólk reynir þannig að finna nýjar leiðir til þess að takast á við umhverfi sitt. En listamaðurinn vill líka skemmta sér og fátt þykir honum betra en að komast í skapandi ástand og leika sér með heiminn og þannig verður listin einmit til. Leikurinn fer fram á svæði sem er einhverskonar huglægt rými milli einstaklings og hlutarins; að hluta til fyrir utan einstaklinginn og „leikföngin“ og að hluta til innan í huga hans. Ástandið losar um hömlur hugans og dregur hlutina inn í annan veruleika. Í þessu ástandi bjagar, einangrar eða endurraðar listamaðurinn þeim upplýsingum sem umhverfi okkar er búið til úr og leyfir okkur þannig að skynja það á nýjan hátt.

Samþykkt: 
  • 7.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8997


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna