is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9002

Titill: 
 • Flakkarinn
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð mun ég varpa ljósi á nokkur verk sem ég hef gert síðustu fjögur árin. Þessi verk sem ég vel mér til umfjöllunnar eru í tímaröð svo hægt sé að varpa ljósi á þróunina sem á sér stað á milli þeirra.
  Ég leiði lesandann úr einu verki í annað en staldra við á einstökum listamönnum og stefnum sem höfðu áhrif á mig og sköpunarferli verkanna.
  Ég byrja á að bera saman elsta verkið, Deigbarnið, saman við verk listakonunnar Annette Messager. Þar tala ég um samblanda ýmissa miðla og flækjuna sem ég var farin að skapa sjálfri mér við að einblína á efnið frekar enn innihald.
  Ég lagðist síðan í sjálfskoðun og leitaði mikið inn á við. Á því tímabili varð ég fyrir áhrifum Cobra manna sem leiddi mig aftur á spor teikningarinnar eftir langt hlé frá barnæsku. Í þeim leitaðist leiða til þess að beysla sjálfa mig í vinnubrögðum og hugsun.
  Óvænt innskot leiðinlegra nágranna verða síðan uppspretta áhugans fyrir því að leita viðfangsefna í samfélaginu sjálfu. Fjalla ég því stuttlega um verk Ólafs og Libiu Castro þar sem þau hafa unnið innan marka samfélagslistar.
  Fyrirmælalist og saga hennar kemur síðar við sögu eftir að ég finn gamla sýningar skrá frá 1996 fyrir sýningu á Kjarvalstöðum. Sýningin hét DO IT eða Gerðu það sjálfur.
  Titillinn virkaði svo hvetjandi að ég fór að vinna með hugtakið fyrirmælalist . Upp úr því varð sýning sem ég vann með 7 öðrum stelpum og eitt verk sem ég vann sjálfstætt.
  Í lokin kem ég inn á verk listamannsins Gary Hill sem var kveikjann að síðasta verkinu sem ég fjalla um 10.12.10. Það verk langaði mig að fjalla um því það var svo ólíkt fyrsta
  verkinu sem ég talaði um í samhengi Messager. Þannig vildi ég varpa ljósi á hversu breytt svið ég vinn með listsköpun minni og að hún sé sífellt í þróun.

Samþykkt: 
 • 7.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9002


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf318.59 kBLokaðurHeildartextiPDF