is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9005

Titill: 
  • Skyggnst í hugarheima
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Súrrealistar vildu breyta hugsunarhætti fólks með fyrstu stefnuyfirlýsingu sinni árið 1924. Mikilvægur áhrifavaldur Súrrealista var Sigmund Freud og fengu þeir nokkrar lykilkenningar hans að láni. Súrrealisminn varð vinsæll á fjórða áratugnum. Um verk sín, árið 1969, sagðist Sigurður Guðmundsson hafa skipulega sniðgengið fagurfræðilegt myndrænt val og kallast það á við kennisetningar Súrrealismans.
    Anna Oppermann var þýsk myndlistarkona á árunum 1968 – 1992. Verk hennar eru stór og flókin, höfða til vitsmuna og innihalda margar tilvísanir. Í verkin notaði hún pappírsbleðla, laufblöð, ljósmyndir, fundna hluti, húsgögn og fleira. Innsetningarnar líkjast vinnuveggnum mínum. Úr vinnuveggnum dreg ég hugmyndir sem ég þróa í margvíslegar áttir. Stundum leita ég í fortíðina til að finna hugmyndir og fletti þá gjarnan í gömlum ljósmyndaalbúmum fjölskyldunnar í leit að innblæstri. Louise Bourgeois varð fyrir áhrifum frá Súrrealistum í Bandaríkjunum árið 1938. Hún skapar til að gleyma. Ég vil aftur á móti minnast horfinna tíma.
    Myndlist mín er bókmenntatengd. Hugtakið Flúxus var fundið upp árið 1961 til að tengja saman sundurleitan hóp myndlistarmanna. Hugtakið Gjörningur var fundið upp af Allan Kaprow. Bókverkamiðillinn og gjörningamiðillinn voru mikið notaðir í Flúxuslist. Fuglagjörninginn, framkvæmdi ég í mars 2010 og notaði til þess bók um fugla. Út frá bókinni skrifaði ég einnig ljóðið Andaraddir. Ljóðið kallast bæði á við Dadaisma og Súrrealisma. Portrettmyndir af bókum kallast á við Situations Sigurðar Guðmundssonar. Auk þess að hafa mikinn bókmenntalegan áhuga er ég svolítill vísindamaður. Líffræðilegar teikningar mínar, Eyrnill og Lífhermir, minna á erfðabreytingar og úrkynjun og orðið Milliinnheimta raðgreini ég á visindalegan máta og minnir á verkið Ofrím eftir Sigurð Guðmundsson.

Samþykkt: 
  • 7.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9005


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna