Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/902
Í skýrslu þessari er fjallað um erlent vinnuafl í íslensku fyrirtæki og þau vandamál sem því fylgja. Í upphafi voru settar fram tilgátur um að vandamálin væru af félagslegum toga, að þau tengdust samskiptum og að menningarlegur bakgrunnur starfsfólks skapaði mismunandi starfshætti.
Til samstarfs var frystihús Samherja Dalvík. Það fyrirtæki er með 36,5% erlent starfsfólk á launaskrá. Spurningarlisti blandaður af stöðluðum spurningum og opnum spurningum var lagður fyrir starfsfólk Samherja og var úrtakið allt almennt starfsfólk og var svarhlutfall 53,9%. Við úrvinnslu gagna úr könnun var notast við SPSS og Excel forritin.
Úr könnun kom fram að samskipti skapi mestu vandamálin. Misvel fannst Íslendingum að eiga samskipti við þjóðarbrotin og reyndist auðveldast að eiga samskipti við Svíana, en erfiðast við Tælendinga. Almennt séð er starfsfólk ánægt í vinnunni, íslenska starfsfólkinu finnst þægilegt að vinna með því erlenda og öfugt. Könnunin sýndi fram á það að ekki væru fordómar til staðar í fyrirtækinu á meðal starfsfólks.Lagðar voru fram tillögur til úrbóta á þeim vandamálum og ýmsum fleiri þáttum sem komu fram úr niðurstöðum könnunar.
Lykilorð eru: mannauðsstjórnun, erlent vinnuafl, þjálfun, félagsleg áhrif, samskipti.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
erlentvinnuafl.pdf | 606.39 kB | Opinn | Erlent vinnuafl í íslensku fyrirtæki - heild | Skoða/Opna |