is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9023

Titill: 
 • Ísland og loftslagsbreytingar. Samningaviðræður í Kaupmannahöfn 2009
Útgáfa: 
 • Júní 2008
Útdráttur: 
 • Ísland tekur þátt í yfirstandandi alþjóðlegum viðræðum um loftslagsmál, en þau markmið sem stefnt skal að eru ekki fullmótuð. Grein þessi veitir upplýsingar og leiðsögn sem leitt geta til áframhaldandi ákvarðanatöku innanlands og hagstæðra samninga fyrir Ísland þegar kemur að aðildarríkjaþingi Loftslagssamnings Sþ í árslok 2009 í Kaupmannahöfn. Ljóst er að íslensk stjórnvöld styðja samkomulag sem setja muni umtalsverðar
  hömlur á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnríkjum og stærri þróunarríkjum. Það er í samræmi við stefnu Norðurlandanna, Evrópusambandsins og margra þróunarríkja og verður því að teljast líkleg niðurstaða fundarins í Kaupmannahöfn.
  Í ljósi núverandi stöðu Íslands innan Kyoto bókunarinnar, sérstöðu í orkumálum og áherslna annarra viðsemjenda eru lagðar fram þrjár sértækar tillögur með hagsmuni Íslands að leiðarljósi:
  1. Áframhaldandi undanþáguákvæði vegna nýrra stórframkvæmda, ásamt því sem fallist er á umtalsverðan samdrátt í almennri losun gróðurhúsalofttegunda.
  2. Styðja að binding kolefnis í jarðlögum (Carbon Capture and Storage) verði viðurkennd leið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ísland hefur beinna hagsmuna að gæta vegna innlendra möguleika en þessi nálgun mun jafnframt afla okkur stuðnings annarra ríkja sem hafa sambærilega hagsmuni.
  3. Styrking sveigjanleikaákvæða með tengingu við fjárframlög til opinberrar þróunaraðstoðar samkvæmt OECD-DAC.
  Einnig eru settar fram þrjár leiðir til að styrkja samningsstöðu Íslands utan samningaferilsins, styrkja þar með ímynd landsins og auka möguleikann til áhrifa við samningaborðið í Kaupmannahöfn. Í fyrsta lagi að styrkja stöðu formanns samningaviðræðanna og gera hann þannig skuldbundinn Íslandi og þannig líklegan til að styðja við okkar málstað. Í öðru lagi að tengja loftslagsmál og öryggismál framboði okkar til öryggisráðsins og þannig tengja nafn við framsýnar hugmyndir í loftslagsmálum. Í þriðja lagi að setja fram áætlun um að Ísland verði gert sjálfbært fyrir 2030 sem skapar einstaka mynd af Íslandi og styrkir samningsstöðu Íslands.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 4 (1) 2008, bls. 95-124
ISSN: 
 • 16706803
Athugasemdir: 
 • Almenn grein
Samþykkt: 
 • 7.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9023


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
b.2008.4.1.6.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna