is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9034

Titill: 
  • Ég get allt - stelpan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það eina sem allar konur heimsins eiga sameiginlegt er að þær eru allar konur. Allar konur sem búa í vestrænu nútímasamfélagi eiga það líka sameiginlegt að vera konur í vestrænu nútímasamfélagi. Í þessu nútímasamfélagi verða til kröfur, sem allar konur finna fyrir. Kröfur um útlit og hegðun í lífi og starfi. Kröfurnar verða til í fjölmiðlum en fjölmiðlar eru einn helsti áhrifavaldur samfélagsins í dag. Kröfurnar eru ýktar og öfgafullar og að mörgu leiti og óraunhæfar að uppfylla. Það er ótrúlegt að þessar kröfur geti haft áhrif á milljónir kvenna, sem eiga það eitt sameiginlegt að vera konur. Uppskrift af einhverju ákveðnu útliti og velgengni í starfi er búin til sem á að höfða til sem flestra. Það er fyrirfram ákveðið hvað er fallegt, hvað virkar og hvað er rétt að gera. Veruleikinn sem við lifum í er firrtur að mörgu leiti. Miðlar samfélagsins hafa búið til eftirlíkingu af okkar veruleika. Sem dæmi um þessa eftirlíkingu er eitt helsta afþreyingarefni vestræna heimsins raunveruleikasjónvarpið, þættir um venjulegt fólk sem lifir óraunverulegu lífi. Þessi eftirlíking sem er búin til kallast ofurveruleiki. Ætli ofurveruleikinn og kröfurnar sem gerðar eru nútímakonuna sé eitthvað sem ber að vara sig á?

Samþykkt: 
  • 7.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9034


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf167.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna