Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9037
Fyrir margt löngu las ég Mag. Art. ritgerð Halldórs Guðmundssonar um skáldverk Halldórs Laxness. Mér fannst sú ritgerð bæði staglsöm og leiðinleg en sjálfsagt fróðleg og fræðileg eins og vera ber um Mag. Art. ritgerðir. Nú sendir Halldór frá sér bók um þá skáldbræður, Þórberg Þórðarson og Gunnar Gunnarsson sem er unaðslega skemmtileg. Þórbergur leit á það sem skilyrði fyrir góðri bók að hún væri fræðandi, göfgandi og örvandi. þessi bók uppfyllir þau skilyrði. Hún er einnig skrifuð í anda Plútarkosar um samhliða ævisögur, þar sem lífshlaup tveggja manna eru borin saman.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
c.2006.2.2.3.pdf | 17.89 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |