is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9040

Titill: 
 • Stórstígar ytri breytingar fyrirtækja og líðan starfsfólks : HS Orka sem tilvik
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Hinn íslenski orkugeiri hefur gengið í gegnum tvær stórstígar breytingar á liðnum árum. Efnahagshrun og breytingar á lagaumhverfi fólu í sér breytingar á eignahaldi fyrirtækja í landinu eins og HS Orku. Höfundur vill með þessari rannsókn varpa frekari ljósi á hvaða áhrif breytingar fyrirtækja, áhrif umtals í fjölmiðlum og áróður ýmissa samtaka getur haft á líðan starfsmanna.
  Helstu niðurstöður voru að stórstígar ytri breytingar fyrirtækja hafa áhrif á líðan starfsmanna, þar sem flestir starfsmenn fundu fyrir áhrifum efnahagsþrenginganna. Rannsóknin sýndi að starfsánægja starfsmanna HS Orku hf. hafði dalað þó að hún mætti enn teljast viðunandi. Flestar staðhæfingar sem bornar voru fyrir starfsmenn sýndu að dregið hafði úr jákvæðni. Þreytu og streitumerki voru farin að finnast og þau mátti helst sjá á háum hlutföllum þeirra sem ekki treystu sér til að taka afstöðu til spurninga viðhorfskönnunarinnar. Óvissuhlutfallið hafði aukist mjög frá fyrri rannsóknum. Það gat bent til þreytu í kjölfar óhóflegrar umræðu og deilna um HS Orku í fjölmiðlum frá efnahagshruninu.
  Öll umræða hefur áhrif. Álag á starfsmenn hefur oft í för með sér neikvæð viðbrögð ef ekki er rétt á því tekið af stjórnendum. Það er því undir stjórnendum komið hve mikil áhrif ytri áreiti hefur á starfsfólkið.
  Þrátt fyrir að dregið hefði úr jákvæðni á vinnustað þá sáust samt merki þess að stjórnendur fyrirtækisins voru að gera góða hluti og unnu vel í breytingunum sem orðið höfðu innan fyrirtækisins. En aldrei má slá slöku við og stjórnendur verða sífellt að vera meðvitaðir um andlega heilsu starfsmanna sinna. Ef starfsmanni líður vel í vinnunni þá vinnur hann betur og afkastar meiru.
  Lykilhugtök: Líðan starfsfólks, starfsánægja, breytingarstjórnun, ytri breytingar.

Samþykkt: 
 • 7.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9040


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Starfsánægja HS Orku 2011.pdf1.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna