is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9048

Titill: 
 • Eflandi áhrif listskoðunar : minningasmiðja og heimsóknir á listasöfn
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð velti ég fyrir mér spurningunni um hvort listskoðun með hópi kvenna ásamt því að vinna í smiðju með persónulegar ljósmyndir og minningar geti haft eflandi áhrif á einstaklinginn. Til að svara henni vann ég eigindlega athugun, þar sem ég skipulagði námskeið sem samanstóð annarsvegar af ljósmynda- minninga smiðju og hinsvegar skoðun á ljósmynda- og myndlistarsýningum í fimm söfnum. Þátttakendur í námskeiðinu voru 12 konur sem allar voru eða höfðu nýlega verið án atvinnu.
  Gagnaöflun fór fram með dagbókarskrifum, eigindlegu rýniviðtali við þátttakendur og eigin hugkorti sem þær unnu í byrjun og enda námskeiðsins. Markmiðið með verkefninu er að leggja áherslu á fræðslugildi listskoðunar á söfnum, að sýna fram á að listrýni geti haft eflandi áhrif og leggja þannig áherslu á að það að fræða listnjótendur sé ekki síður mikilvægt en að kenna listsköpun.
  Í niðurstöðum koma fram merki um jákvæð áhrif á þátttakendur í námskeiðinu. Margar töluðu til dæmis um hvetjandi áhrif þess að starfa í hóp og þá sérstaklega hvernig þær hefðu í gegnum hópvinnuna fengið aukið öryggi og sjálfstraust meðal annars til að tjá sig. En þó margt bendi til þess að listskoðun hafi haft eflandi áhrif á þátttakendur í hópnum verður spurningunni ekki endanlega svarað með þessu eina verkefni, til þess þarf ítarlegri athugun. Sérstaklega þarf að kanna betur hver áhrifin eru til lengri tíma litið. Einnig má taka fram að þó eflandi áhrif námskeiðsins á þátttakendur séu ekki að öllu leyti ljós á þessu stigi þá má segja að vissulega sé hægt að greina að þátttakan hafi haft breytandi áhrif á þær. Til dæmis voru allar sammála um að það að skoða samtímalist væri eitthvað sem þær fyrirfram myndu ekki hafa valið sér. Þær töluðu þannig um að verkin og fræðslan um þau hefðu opnað augu sín fyrir einhverju nýju, meðal annars breytt viðhorfi þeirra til samtímalistar.

 • Útdráttur er á ensku

  In my theses I look at how art can have empowering impact on a group of recently unemployed women. My approach is the memory method and museum visits. The participants are all between 44 – 68 years old. The project started with a two-day workshop followed by visits to museum exhibits.
  My thesis also has a theoretical part, including a rational for the workshop described above. I describe the methods used in the project, some questions that are linked to postmodern or late-modern art museum education and known researches and methods that have been used in adult education. I collect data by writing journals like action researchers do. I answer my question by analyzing both the data and mind maps I had
  the participants do and some qualitative group interview.
  The outcome of the project shows that it did indeed have a positive and some empowering impact on the participants. Many of them talked for example about how working in a group with other women in similar position gave them the courage to speak their mind. Still, further research is needed to conclude whether the empowering impact has a long lasting effect.

Samþykkt: 
 • 7.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9048


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf158.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna