is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9051

Titill: 
 • Karaktersköpun : samanburður á leikurum og dönsurum við karaktersköpun fyrir svið
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í breyttum heimi og breyttu listrænu umhverfi þar sem samruni lista er iðkaður í auknum mæli er það orðið enn mikilvægara að skilja aðferðir og nálganir mismunandi listforma. Þegar dansarar og leikarar eru farnir að vinna nánar saman er mikilvægt að hafa skilning á mismunandi aðferðafræði til að samstarfið verði sem gjöfulast. Dansarar hafa í þróun á sínum fræðum í gegnum söguna haft allt annan hvata og nálgun í sinni listsköpun en leikarar. Þar sem listdansinn hefur verið mun minna karakterdrifinn en leiklistin má sjá að sögulega séð eru listformin mjög frábrugðin. Með nýlegum þróunum innan listdansins hefur hann fært sig nær leiklistinni í tjáningnu.
  Hvernig ber leikarinn sig að í sínum listformi? Hvernig skapar hann karakterinn sem hann setur á svið? Er það listdansaranum hugsanlega til hagsbóta að tileinka sér aðferðir leikarans? Þar sem listdansarinn er að færa sig nær leikaranum en ekki öfugt má þá gefa sér það að listdansarinn tileinki sér aðferðir leikarans eða hefur hann aðgreinda aðferð? Er sú aðferð að einhverju leyti undir áhrifum frá leikaranum eða hefur listdansarinn gert tilraun til að skapa sjálfstæða aðferð?
  Til að gera tilraun til að svara þessum spurningum hefur í eftirfarandi ritgerð verið beitt þeirri aðferð að bera saman aðferðafræði leikarans til karaktersköpunar og aðferðafræði listdansarans og reynt að finna þar líkindi, mismun og hugsanlega möguleika til aðlögunnar á aðferðafræði á milli listgreina.
  Aðferðafræðin er kannski ekki svo ólík og hugsanlega er listdansaranum kleift að beita fyrir sig aðferðafræði leikarans svo vel megi fara og verði honum til hagsbóta og frekari framþróunnar á sínu eigin listformi.

Samþykkt: 
 • 7.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9051


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf139.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna