is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9052

Titill: 
  • Hvað er dansmynd?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vegna gífurlegrar þróunar á kvikmyndatækni eru mörkin milli dansmyndar og kvikmyndar oft óskýr. Þar af leiðandi getur verið erfitt fyrir höfunda að staðsetja myndir sínar. Með síbreytilegu landslagi kvikmyndagerðar og tækni, eru höfundar þó sífellt að leita mismunandi leiða til að segja sögur sínar og um leið þróast dansmyndir enn meira. Dansinn verður skapaður með augum kvikmyndavélarinnar í huga. Hún getur verið það frumleg að ekki er notast við mannle
    ga dansara heldur t.d. fugla eða aðrar furðuverur. Í þessari ritgerð ætla ég að kanna hvað er dansmynd. Kanna flokka hennar og ætla ég að styðjast við dansmyndahátíðina Cinedans í Amsterdam og bókina Dance on Screen eftir Sherril Dodds. Einnig ætla ég að nota dansmyndir mér til
    stuðnings á efninu. Hátíðin skiptir dansmyndum í fjóra flokka sem eru: dansmyndir af lifandi danssýningum (live performance relay), endurgerð dansverk í formi dansmynda (camera re‐work), danssköpun með kvikmyndvélinni (screen choreography) og heimildarmyndir (documentary). Við það að rannsaka þessa flokka fær lesandinn vonandi skýrari mynd af því hvað er dansmynd og svör við spurningum svo sem hvað gerist fyrir dansinn þegar hann er tekinn upp á kvikmyndavél? Hvaða erfiðleikar geta komið upp t.d. þegar á að fara að kvikmynda dansmynd á lifandi danssýningu? Hvaða notagildi hafa heimildarmyndir? Hvernig getum við fært dansverkin út úr leikhúsinu og inn í hversdagsleikann?

Samþykkt: 
  • 7.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9052


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf187.78 kBLokaðurHeildartextiPDF