is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9053

Titill: 
 • Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur : rekstrar- og fjárhagsleg áhrif sameiningar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er leitað svara við því hver yrðu rekstrar- og fjárhagsleg áhrif sameiningar sveitarfélaganna Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps og hvort möguleiki sé á hagræðingu með sameiningu.
  Sveitarfélögin liggja saman meðfram austanverðum Eyjafirðinum og teljast bæði til landbúnaðarhreppa. Sjávarútvegurinn er þó einnig stór hluti af atvinnuvegum Grýtubakkahrepps.
  Til að byrja með er farið yfir sögu íslenskra sveitarfélaga og hvernig þau starfa samkvæmt (skv.) lögum. Rýnt er í rannsóknir á viðhorfi til sameininga og þau áhrif sem fyrri sameiningar hafa haft.
  Sveitarfélögnum eru gerð skil hvoru fyrir sig með því að fara stuttlega í sögu þeirra og atvinnuhætti. Þjónustan er tekin fyrir út frá málaflokkum. Rekstur þeirra er skoðaður í kjölfar þess og svo efnahagur þeirra. Loks er stjórnsýslunni lýst og greint frá nefndum og fjölda nefndarmanna.
  Sveitarfélögin eru borin saman út frá fyrr greindum þáttum og komið með tillögur um hvernig möguleiki er á hagræðingu hverju sinni. Einnig er áætlað hve mikið hægt er að spara með fækkun stöðugilda og nefndarmanna.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru að möguleiki er á hagræðingu í stærstu málaflokkum sveitarfélaganna. Með sameiningu grunnskólanna má hagræða um 41.500 krónur (kr.) á hvern íbúa á ársgrundvelli. Með því að hafa einn sveitarstjóra og eina aðalskrifstofu auk þess að fækka nefndum og nefndarmönnum má spara 17.620 kr. á hvern íbúa. Með því að nýta Dvalarheimilið Grenilund fyrir íbúa sameinaðs sveitarfélags væri hægt að spara kostnað sem Svalbarðsstrandarhreppur greiðir fyrir sömu þjónustu til Akureyrarbæjar. Sá kostnaður er 3.737 kr. á hvern íbúa sveitarfélagsins.
  Áætluð hagræðing yrði um 46 milljónir kr. í heild á ársgrundvelli.
  Tekjur á hvern íbúa Svalbarðsstrandarhrepps kæmu til með aukast og gjöld á hvern íbúa Grýtubakkahrepps kæmu til með að lækka. Einnig var komist að þeirri niðurstöðu að með sameiningu jafnast efnahagur sveitarfélaganna þannig að skuldir Grýtubakkahrepps lækka umtalsvert og eignir Svalbarðsstrandarhrepps aukast. Niðurstaðan yrði fjárhagslega sterkt sveitarfélag.
  Höfundur telur að sveitarstjórnir sveitarfélaganna ættu að íhuga á hlutlausan hátt kosti og galla þess að sameina sveitarfélögin með það að leiðarljósi að niðurstaðan yrði stærra og sterkara sveitarfélag sem boðið getur íbúum þess enn betri þjónustu þó svo hún sé góð eins og hún er.
  Lykilorð: Sameining sveitarfélaga, samlegðaráhrif, hagræðing, þjónusta, stjórnsýsla, fjármál.

Samþykkt: 
 • 7.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9053


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lúðvík Freyr Sæmundsson.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna