is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9054

Titill: 
 • Árangur í áætlanagerð hjá íslenskum sveitarfélögum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Megintilgangur verkefnisins er að leita svara við rannsóknarspurningunni:
  Hver er árangur sveitarfélaga við framkvæmd og eftirfylgni fjárhagsáætlana?
  Til að leita svara við henni er í byrjun verkefnisins fjallað fræðilega um sveitarfélög á Íslandi og sögu þeirra frá upphafi byggðar. Fjallað er um skipulagsheildir og stjórnskipulag almennt og hjá sveitarfélögum. Farið yfir hvað felst í áætlanagerð og hver sé lögformleg áætlanagerð hjá sveitarfélögum ásamt aðferðum sem beitt er við áætlanagerð og síðan er fjallað um árangursmælingar í áætlanagerð.
  Í rannsóknarhlutanum voru tólf sveitarfélög valin og árangur þeirra í áætlanagerð skoðaður það er hvernig fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna gengu eftir á árunum 2005 - 2009. Bornar voru saman fjárhagsáætlanir og raunniðurstöður málaflokka sveitarfélaganna, fundin þau frávik sem voru frá áætlunum og árangur þeirra metinn út frá frávikunum yfir tímabilið. Árangur sveitarfélaganna var síðan borinn saman og lagt mat á mismunandi árangur.
  Nðurstöður af rannsókninni eru þær að það er mjög mismunandi hver árangur þessara sveitarfélaga er í áætlanagerð. Ástæðurnar fyrir því að árangur sveitarfélaganna er svona breytilegur geta verið margar og ekki tókst í þessu verkefni að finna neina eina ástæðu fyrir honum.

Samþykkt: 
 • 7.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9054


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árangur_sveitarfélaga_Lokaverkefni2106.pdf3.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna