en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9055

Title: 
 • Title is in Icelandic Bygging nýs hótels á Akureyri : ferðaþjónusta og hótelmarkaðurinn
Submitted: 
 • May 2011
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmið þessa verkefnis er að kanna hvort fýsilegt sé að bæta við nýju hótelu á Akureyri. Það er gert með því að kanna núverandi nýtingu hótela ásamt fjölda gistinátta og ferðavenja innlendra og erlendra ferðamanna. Verkefni var fyrst og fremst hugsað til að kanna möguleikann á að byggja hótel á byggingarreit við golfvöllinn á Akureyri.
  SVÓT greining var framkvæmd á Akureyri og var einblínt á ferðamenn og hótel. Aðilar á hótelmarkaðnum á Akureyri ásamt öðrum sérfræðingum voru spurðir og var sérstaklega einblínt á raun nýtingu gistirýma á Norðurlandi eystra. Skoðað var hver nýting hótela þarf að vera til að þau geti staðið undir sér ásamt því að skoða raun nýtingu á hótelum og gistiheimilum á Norðurlandi eystra. Farið var ítarlega í hvað sé í boði í gistingu á Akureyri ásamt því að skoðað var hvað er í boði fyrir hinn almenna ferðamann.
  Gert var spálíkan til þess að greina það hver fjöldi ferðamanna þarf að vera til þess að hótel og gistiheimili geti skapað ásættanlega nýtingu eftir að byggingu Icelandair hótels líkur og fyrir fyrirhugað hótel við golfvöllinn á Akureyri.
  Helstu niðurstöðurnar eru þær að ekki sé fýsilegt að ráðast í byggingu nýs heilsárs hótels á Akureyri eins og staðan er í dag. Það virðist þó vera ákveðinn markaður fyrir sumarhótel á Akureyri en viðmælendur töluðu um skort á gistingu yfir sumartímann. Tækifærin eru til staðar í ferðamennsku á Akureyri og ef það yrði opnað fyrir beint millilandaflug til Akureyrar telur höfundur að markaður fyrir ný hótel og gistiheimili muni opnast upp á gátt.
  Lykilorð:
   Ferðaþjónusta
   SVÓT greining
   Spágerð
   Hótel markaðurinn
   Markhópagreining 

Accepted: 
 • Jun 7, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9055


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni Elfar - LokaskjalA4.pdf959.13 kBOpenHeildartextiPDFView/Open