is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9059

Titill: 
 • Könnun á gæðum lífsýna í lífsýnasafni LLSV
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Lífsýnasöfn þjónustusýna eru fyrst og fremst sett upp til að varðveita lífsýni til að gefa möguleika á frekari rannsóknum síðar til þjónustu við sjúklinga. Einnig eru starfrækt lífsýnasöfn sem eingöngu voru sett upp til að safna og varðveita lífsýni til vísindarannsókna.
  Lífsýnasöfn eru mikilvæg til að þjónusta sjúklinga og til að nýta í vísindarannsóknir. Upplýsingar um gæði lífsýnanna eru mikilvægar fyrir sjúklinga og ekki síður mikilvægar fyrir túlkun niðurstaðna þeirra rannsókna sem unnar eru út frá lífsýnum úr lífsýnasöfnum.
  Gerðar hafa verið faraldsfræðilegar (e. prospective) rannsóknir á mæðraverndarsýnum úr lífsýnasafni LLSV. Ekki hefur áður verið gerð athugun á gæðum þeirra lífsýna sem er að finna í safninu. Þar sem langtímageymsla getur minnkað gæði lífsýna er mikilvægt að kanna stöðugleika lífefna í lífsýnunum til að hægt verði auka áreiðanleika í túlkun á niðurstöðum þeirra rannsókna sem eru unnin út frá lífsýnum safnsins.
  Í þessari rannsókn voru könnuð gæði lífsýna sem geymd eru í lífsýnasafni LLSV til að meta hvort safnið er hæft til frekari vísindarannsókna.
  Í rannsókninni voru 400 mæðraverndarsýni valin í úrtak. Sýnin voru frá 4 mismunandi tímabilum, 100 frá hverju: 25 ára (frá febrúar 1985 - febrúar 1986), 5 ára (frá febrúar 2005 – febrúar 2006), 2 ára (frá febrúar 2008 – febrúar 2009) og 2 mánaða (frá nóvember 2010). Í hverju sýni voru mæld 11 lífefni sem hvert um sig var valið til að gefa sem besta mynd af meðhöndlun sýna fyrir geymslu og gæði geymslunnar.
  Niðurstöður úr mælingum 11 lífefnarannsókna sýndu tölfræðilega marktækan mun (p<0,05) á milli geymslutímabila á mældum gildum lífefnanna ALAT, ASAT, Tbil, kreatínin, LDH, Na+, IgA og þvagsýru. Ekki var tölfræðilega marktækur munur á milli geymslutímabila á mældum gildum á K+, IgG og IgM.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að meðhöndlun lífsýna áður en þeim er komið fyrir í geymslu safnsins er ábótavant en hefur þó lagast töluvert. K+ niðurstöður gáfu til kynna að of langur tími hafi liðið frá sýnatöku þar til sýni voru niðurskilin. Niðurstöður úr mælingum Na+ gáfu til kynna að uppgufun hafi átt sér stað úr lífsýnum þar sem aukinn styrkur mælist í eldri sýnum .
  Af niðurstöðum rannsóknarinnar má draga þá ályktun að elstu lífsýni safnsins séu ekki nothæf til vísindarannsókna nema þegar skoða á mótefni (ónæmisglóbúlín) þar sem stöðugleiki þeirra reyndist góður við langtímageymslu.

Samþykkt: 
 • 8.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9059


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hafdis_Diploma.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna