is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/906

Titill: 
  • Áhrif erlends vinnuafls á stjórnunarhætti í íslenskri fiskvinnslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Erlendu starfsfólki hefur fjölgað mjög mikið undanfarin ár í fiskvinnslustörfum á Íslandi. Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að kanna áhrif hækkandi hlutfalls erlends starfsfólks á stjórnunarhætti í fiskvinnslum á Íslandi. Rannsóknin byggðist á djúpviðtölum, úrtakið voru sex stjórnendur fiskvinnslufyrirtækja á Vestfjörðum þar sem margir erlendir starfsmenn starfa. Val á úrtaki byggði á mati höfundar eða svokölluðu matsúrtaki.
    Helstu niðurstöður eru þær að samskipti starfsmanna eru skert vegna tungumálaörðugleika. Það veldur því að samskipti fara mjög oft í gegnum þriðja aðila sem túlkar, en er að öðru leyti málinu óviðkomandi. Menningarlegur munur starfsfólksins er einn af ráðandi þáttum þegar kemur að því að skýra út viðhorf starfsfólksins til starfsins og stjórnenda fyrirtækisins. Valdafjarlægð (e.power distance) er mun meiri hjá erlenda starfsfólkinu en því íslenska sem veldur því að það ber að öllu jöfnu meiri virðingu fyrir stjórnendum. Í fiskvinnslum þar sem erlent starfsfólk er undirstaða vinnuaflsins hafa stjórnunarhættir breyst og orðið ópersónulegri, eftirlitsþáttur með starfsmönnum hefur aukist og eru stjórnendur því meira á ferðinni. Fiskvinnslur eiga betra með að mæta sveiflum sem eru í starfseminni þar sem erlent vinnuafl er mun viljugra til að vinna yfirvinnu en íslenskt.
    Lykilorð: Erlent starfsfólk – tungumálaörðugleikar – stjórnunarhættir – valdafjarlægð – menning.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/906


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ahriferlends.pdf494,41 kBTakmarkaðurÁhrif erlends vinnuafls á stjórnunarhætti í íslenskri fiskvinnslu - heildPDF
ahriferlends_h.pdf144,71 kBOpinnÁhrif erlends vinnuafls á stjórnunarhætti í íslenskri fiskvinnslu - heimildaskráPDFSkoða/Opna
ahriferlends_u.pdf117,71 kBOpinnÁhrif erlends vinnuafls á stjórnunarhætti í íslenskri fiskvinnslu - útdrátturPDFSkoða/Opna
ahriferlends_e.pdf120,4 kBOpinnÁhrif erlends vinnuafls á stjórnunarhætti í íslenskri fiskvinnslu - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna