Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9065
Steingrímur J. Sigfússon er þekktur fyrir rökfimi sína og staðfestu í baráttu fyrir þeim málum sem hann ber fyrir brjósti. Bókin Við öll grefur á engan hátt undan þeim orðstír. Lesendur þurfa að minnsta kosti ekki að velkjast í vafa um hjartansmál höfundar. Hann vill sem fyrr standa vörð um íslenskt velferðarsamfélag (norræna módelið), eyða fátækt og tryggja stóraukinn jöfnuð í skiptingu lífsgæða á Íslandi og jörðinni allri, vernda umhverfið og íslenska náttúru, halda Íslandi utan við Evrópusambandið og skipa okkur framarlega í flokk friðflytjenda í heiminum. Og lesendur þurfa heldur ekki að velkjast í vafa um það hverjir andstæðingar höfundar eru. Þar stendur fremst í flokki nýfrjálshyggjan með einkavæðingartrúboð sitt og áherslu á græðgiskapítalisma, ásamt með „fjármagninu“,
jakkafatakörlunum sem stýra bönkum og stórfyrirtækjum, að ógleymdum Bandaríkjum Norður- Ameríku. Skýr sýn Steingríms á hvað hann sjálfur stendur fyrir og við hverju honum hrýs hugur veitir
honum sjálfsöryggi sem á stundum jaðrar við oflæti; hann segir um stefnumál sína að þau eigi „meira erindi við samtímann og framtíðina en allt hitt staðnaða góssið til samans“. (218).
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
c.2006.2.2.9.pdf | 23.64 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |