Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9067
Um tveggja áratuga skeið, frá 1970-1990, var umtalsverður áhugi á sögu verkalýðshreyfingarinnar, bæði í röðum sagnfræðinga og félagsvísindafólks. Stéttarfélög stóðu fyrir ritun á eigin sögu, stúdentar skrifuðu um verkalýðshreyfinguna og ýmsir fræðimenn létu að sér kveða á þessu sviði. Eftir 1990 hefur dregið úr rannsóknum á því. Ástæður eru ýmsar en ekki síst þær að fræðimenn hafa beint sjónum sínum að öðrum sviðum.
Nú gæti þetta verið að breytast. Nýlega eru útkomnar tvær bækur sem tengjast sögu verkalýðshreyfingarinnar. Önnur þeirra er ofangreind bók Þorleifs Friðrikssonar, hin er Öryggissjóður verkalýðsins eftir Þorgrím Gestsson og fjallar um stofnun og starfsemi Atvinnuleysistryggingasjóðs. Í þessum pistli verður fjallað um bók þess fyrrnefnda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
c.2007.3.1.1.pdf | 22.24 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |